Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 67
 VIRK Heilsubrestur Þátttaka (d) Athafnir (d) Líkamsstarfsemi (b) /Líkamsbygging (S) Umhverfi (e) Persónutengdir þættir Sama færniskerðingin hjá tveim ein- staklingum getur haft mismunandi áhrif á þá allt eftir því í hvaða umhverfi þeir eru og á hvaða færniþætti reynir í umhverfi þeirra. Gott dæmi um þetta eru tveir einstaklingar sem nýta sér hjólastól við þátttöku á vinnumarkaði. Áherslur í starfs- endurhæfingu verða aðrar hjá þeim einstaklingi sem ekki hefur gott aðgengi að vinnu en þeim sem kemst auðveldlega um í vinnuumhverfi sínu. En það er ýmislegt annað sem þarf að vinna með sem hefur áhrif á getu einstaklinga til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn og er ekki endilega eingöngu tengt sjúkdómsgreiningunni sem þeir eru með eins og t.d. þunglyndi eða bakverkur. Mikilvægt gæti verið að vinna með áhuga- hvöt einstaklingsins til endurkomu til vinnu sem rannsóknir hafa sýnt að hefur forspárgildi um árangursríka endurkomu til vinnu og einnig aðlögunarhæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður2. Bætt færni á einu sviði getur svo haft áhrif á að bætta færni á öðrum sviðum. Við notkun á ICF flokkunarkerfinu er möguleiki á að samræma alla heilsutengda skráningu á færni og færniskerðingu og samhliða lýsa hver færni einstaklingsins er út frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. út frá andlegri heilsu eða þátttöku á vinnumarkaði. ICF flokkunarkerfið gefur tækifæri á sam- eiginlegu tungumáli við skráningar en inn- an þess eru 1424 þættir sem gerir það umfangsmikið og því erfitt að ná utanum og nýta markvisst í klínísku starfi1. Til að gera ICF flokkunarkerfið auðveldara í daglegri notkun þróaði þverfaglegur hópur sérfræðinga hjá WHO og ICF Research Branch (www.icf- research-branch.org) ákveðin kjarnasett yfir mikilvæga þætti sem skipta máli fyrir sérstakar heilsufarsaðstæður. Dæmi um slík kjarnasett eru kjarnasett fyrir starfs- endurhæfingu sem inniheldur 90 ICF þætti og kjarnasett fyrir depurð sem inniheldur 121 ICF þátt. Allir þættir sem tilheyra ICF flokkunarkerfinu hafa verið þýddir yfir á íslensku og má nálgast þessar upplýsingar á www.skafl.is sem er vefsíða sem Landlæknir hefur umsjón með. Mynd 1: ICF módelið1 ICF flokkunarkerfið skiptist í tvo hluta sem síðan hefur tvo undirflokka1 1. Færni og færniskerðingar a. Flokkur sem snýr að athöfnum og þátttöku – inniheldur d-þætti (t.d. d177-taka ákvarðanir; d-850 Launuð störf) b. Flokkur sem snýr að líkamsbyggingu – inniheldur s-þætti (t.d. s730-efri útlimur); og líkamsstarfsemi – inniheldur b-þætti (t.d. b130-Orka og drift) 2. Áhrifaþættir a. Flokkur sem snýr að umhverfi – inniheldur e-þætti (t.d. e-310 nánasta fjölskylda) b. Persónutengdir þættir sem eiga ekki sérstaka ICF-þætti (t.d. aldur, menntun, hjúskaparstaða). ICF þættir og skráning upplýsinga Árið 2018 var innleitt nýtt upplýsingakerfi hjá VIRK þar sem innleiðing á ICF flokkunar- kerfinu var enn frekar innleitt inn í starfsemi VIRK. Nýja upplýsingakerfið safnar rafrænt öllum upplýsingum um einstaklinginn og hans feril í starfsendurhæfingu frá öllum aðilum sem koma að ferlinu. Upplýsinga- kerfið gefur einnig möguleika á samskiptum milli aðila t.d. ráðgjafa og einstaklings eða ráðgjafa og þjónustuaðila innan kerfisins. Mikil áhersla er lögð á öryggi í skráningu og aðgengi að upplýsingum og þess gætt að fylgja ákvæðum laga og reglna um persónuvernd í hvívetna. VIRK er jafnframt með upplýsingaöryggisvottun ISO 27001 sem kallar á mikið eftirlit og öguð vinnubrögð á þessu sviði. Upplýsingum um persónutengda þætti er safnað í upphafi ferils starfsendurhæfingar hjá VIRK í gegnum sérstakan spurningalista (Spurningalisti A - SpA) sem fer til ein- staklings rafrænt en hluti af spurningum í þessum lista eru ICF kóðaðar. Þessar upplýsingar eru teknar saman og geta læknar, sérfræðingar og ráðgjafar nálgast þær á ákveðnu aðgangsstýrðu svæði í upplýsingakerfi VIRK. Þetta eru ýmsar bakgrunnsupplýsingar og vinnu- og námstengdir þættir eins og mat á starfs- og/eða námsgetu sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir sérfræðinga og ráðgjafa VIRK þegar umsóknin fer í gegnum inntökuferlið hjá VIRK og einnig þegar unnin er starfsendurhæfingaráætlunin fyrir einstaklinginn. Markmið einstaklings í starfsendurhæfingu er að komast aftur á vinnumarkaðinn eftir fjarveru vegna veikinda eða slysa. Mat á færni einstaklingsins er heildrænt mat sem skoðar samspil ólíkra þátta og áhrif þeirra á færni og eru þær upplýsingar skráðar á markvissan hátt í upplýsingakerfi VIRK. Ef mál sem koma í þjónustu hjá VIRK eru flókin er einstaklingi vísað í mat þar sem þverfagleg aðkoma sérfræðinga er tryggð. Upphaflega notuðu læknar hjá VIRK sérstakt matsblað til að meta færni einstaklings eftir ICF flokkunarkerfinu. Þeir ICF þættir sem notaðir voru í matinu byggðu að mestu á EUMASS kjarnasettinu3 (European Union of Medicine in Assurance and Social Security) sem er læknisfræðilegt færnimat fyrir örorku og samanstendur af 20 ICF þáttum en engir þáttanna í kjarnasettinu skoða áhrif umhverfis á færni. 67virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.