Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 10
í þjónustu VIRK með annað þjóðerni en íslenskt og á fyrstu mánuðum ársins 2024 er þetta hlutfall 13%. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2020. Þetta má m.a. sjá á mynd 3. Mynd 4 sýnir síðan hlutfallslega skiptingu á fjölmennustu hópunum. Eins og sjá má þá eru langflestir þjónustuþegar VIRK, sem eru með erlent þjóðerni, frá Póllandi. Gera má ráð fyrir að innflytjendum muni fjölga talsvert í þjónustu VIRK á næstu árum ef sú þróun heldur áfram sem sjá má á mynd 3. Einstaklingar sem koma til landsins þurfa ekki endilega á starfsendur- hæfingarþjónustu að halda í upphafi en eftir því sem innflytjendum fjölgar hér á landi þá má gera ráð fyrir að þeim muni einnig fjölga í starfsendurhæfingu. VIRK hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja faglega og góða þjónustu við þessa einstaklinga. Þeim stendur t.d. öllum til boða túlkaþjónusta hjá ráðgjöfum VIRK og eins hefur VIRK samið við þjónustuaðila um sérhönnuð úrræði til að mæta þörfum þessara einstaklinga. Þessi þróun mun halda áfram m.a. í samstarfi við fleiri þjón- ustuaðila. Einstaklingar af erlendum uppruna sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK hafa í mörgum tilfellum náð góðum árangri. Ef skoðaðar eru tölur fyrir tímabilið janúar 2021 – febrúar 2024 þá komu einungis 12% stöðugilda þessara einstaklinga inn með laun í veikindum á vinnumarkaði en við útskrift eru 42% stöðugilda með laun á vinnumarkaði. Starfsendurhæfing, tími og árangur Bæði reynsla og rannsóknir sýna fram á mikilvægi réttra og viðeigandi tíma- setninga þegar um er að ræða starfsendur- hæfingarþjónustu. Ef vandi einstaklinga er margþættur og flókinn þurfa þeir oft starfsendurhæfingu til að komast á vinnu- markað í kjölfar veikinda og slysa. Þá er mikilvægt að það líði ekki of langur tími frá því að einstaklingur missir vinnugetu þar til hann fær viðeigandi starfsendur- hæfingarþjónustu. Bara það að vera frá vinnumarkaði er áhættuþáttur í sjálfu sér og eftir því sem lengri tími líður þá minnka líkurnar á því að viðkomandi komist aftur í vinnu. Hér þarf samt sem áður að hafa í huga að það er sjaldan árangursríkt að beina ein-Mynd 5 Útskrifast með laun á vinnumarkaði í lok þjónustu Útskrifast EKKI með laun á vinnumarkaði í lok þjónustu Framfærsla í upphafi og lok þjónustu VIRK eftir framfærslu í upphafi þjónustu Laun í veikindum í upphafi þjónustu Önnur framfærsla en laun í veikindum í upphafi þjónustu 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 80% 55% 20% 45% Mynd 3 Hlutfall einstaklinga sem hefur komið í þjónustu VIRK 2020-2024, með annað þjóðerni en íslenskt 15% 12% 9% 6% 3% 0% 6% 8% 8% 11% 13% 2020 2021 2022 2023 2024 (jan-mars) Mynd 4 Hlutfall frá mismunandi þjóðum 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Pólland Litháen Bretland Lettland Sýrland Þýskaland Spánn Portúgal Taíland 37% 4% 4% 3% 3% 3% 3% 2% 5% 10 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.