Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 8
Þessi grein ber það með sér, að
ófarir annarra geta
oft venð anzi hlægilegar . . .
ÓFARIR
ANNARRA
Okkur er talsvert
gjarnt að hlæja að
óhöppum annarra.
Fróður maður hélt því
einhvern tíma fram, að
þannig hefði fyrsta
skrítlan orðið til. Að
steinaldarmaður hefði
misst steinöxina sína á
tána á sér, og nágranni
hans séð til hans og
farið að skellihlæja.
Okkur finnst óhöpp alls
konar yfirleitt feikn-
hlægileg — ef við erum
ekki fórnardýrin.
Hafi Anton Kertesz,
sem stundar býflugna-
rækt í Ungverjalandi,
verið gjarnt að hlæja
að óhöppum annarra,
þá er hann sennilegast
núna steinhættur því.
Hann veit semsé núna,
hvað það er að verða
fyrir barðinu á forlaga-
dísunum, þegar þær eru
hvað hrekkjóttastar.
Býflugurnar hans An-
tons voru eitthvað
heilsuveilar, svo að
hann ákvað að fara
með nokkrar þeirra í
landbúnaðarráðuneytið
í Budapest og fá sér-
fræðing til að líta á
þær. Hann stakk sýnis-
hornunum í tvær mjólk-
urflöskur, lokaði þeim
með brúnum pappír,
steig um borð í Buda-
pestlestina og smeygði
flöskunum undir sætið
sitt.
Býflugunum fannst
þetta víst óskemmtilegt
ferðalag. Svo mikið er
víst, að þær nöguðu göt
á pappírslokin og lögðu
af stað upp lappir hús-
bónda síns —innan
buxna. Þetta kom An-
ton auðvitað heldur
illa, og ekki hvað sízt
þar sem tvær konur
sátu í sama klefa og
hann. Hann útskýrði
fyrir þeim sem bezt
hann gat, hvað var á
seyði, og þær féllust að
lokum á að flytja sig í
annan klefa.
Strax og þær voru
farnar, smeygði hann
sér undurvarlega úr
buxunum og tók til að
6
*— Coronet —