Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 97
ÉG LIFI FYRIR FLUGIÐ
mælana og handföngin, hnappana
og öll tækin með þrá í augum. Ég
lét mig dreyma, og ég held, að ég
hafi verið gráti næst, þegar Guiil-
aume klöngraðist upp í sætið við
hlið mér. Hann skellti hurðinni
aftur,
„Svona, Jacqueline,“ sagði hann.
„Það er kominn tími til, að þú
reynir þig á nýjan leik.“
Ég leit á hann augum, sem voru
barmafull af tárum. Og hann brosti
við mér og endurtók:
„Svona, svona, af stað. Við ætl-
um í einn „spuna“!
Ég reyndi stýrisstigin og hreyfði
stýrisstöngina. Handleggir mínir og
fótleggir sýndu rétt viðbragð.
Og svo sneri ég ræsilyklinum án
nokkurs hiks. Og þegar flugvélin
virtist öll lifna við, var sem lífið
streymdi á nýjan leik fossandi um
æðar mér. . . . Það var heil eilífð,
síðan ég hafði fundið til þeirrar
kenndar. Indælt, rólegt flugtak,
flughæðin aukin ósköp rólega, ör-
lítið hallaflug, stutt ferð . . . án
nokkurra óhappa. Ekkert listflug.
Mig langaði ekki til slíks. Mig lang-
aði bara til þess að heyra söng
vélarinnar og sjá enn einu sinni
himin og jörð á þann hátt, sem mér
fannst svo unaðslegur . . . frjáls,
svífandi á milli himins og jarðar.
Lendingin var alveg fullkomin.
Ég lét flugvélina renna alveg að
bifreiðinni, áður en ég drap á vél-
inni.
„Það er allt í lagi með þig,“ sagði
Gullaume og rödd hans var hrjúf,
eins og jafnan, þegar hann er mjög
hrærður.
95
Já, það var allt í lagi með mig.
Nú vissi ég, að ég gat flogið.
NÝTT ANDLIT
Frá þessu augnabliki hvarf flug-
ið vart úr huga mér. En ég var enn
stöðugt undir læknishendi. Hver
frægi sérfræðingurinn af öðrum
kom til mín og gerði árangurslaus-
ar tilraunir með andlit mitt, sem
var eins og deigklessa. En svo gerð-
ist kraftaverkið rétt fyrir áramót.
Dr. Gustave Ginestet við Foch-
sjúkrahúsið í nágrenni við París
var fenginn til þess að skoða mig.
Hann hafði náð athyglisverðum ár-
angri við lækningu bæklaðra og af-
skræmdra hermanna, sem sendir
höfðu verið til hans úr styrjöldinni
í Indó-Kína.
Hann skoðaði mig mjög nákvæm-
lega og sagði síðan- sitt álit af miklu
látleysi. Jú, hann sagði, að þeir
gætu líklega skorið mig upp og
grætt andlit mitt með holdi, brjóski,
beinum og húð, sem tekin yrði ein-
hvers staðar af líkama mínum. En
hann sagði, að þetta yrði erfiður
uppskurður. Hann sagði, að þetta
yrði fyrsti uppskurður af þessu
tagi í Frakklandi, eins konar „meiri
háttar frumsýning", því að það yrði
um þrefaldan vefjaflutning og
ágræðslu að ræða. Það var skiljan-
legt, að hann gat ekki ábyrgzt góð-
an árangur, en hann áleit líkurnar
góðar.
Andlitsbein mín höfðu ekki ver-
ið alveg óvirk þessa átta mánuði,
sem hinar gagnslausu tilraunir
höfðu staðið yfir. Þau greru að
vísu ekki saman á réttum stöðum,
en þau greru aftur á móti saman,