Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 40

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL hljómsveitarstjóri. Hann hreyfir sig mjög mikið, og snöggt, líkt og hann sé að gera leikfimisæfingar, og virð- ist gefa tilfinningUnum lausan taum- inn. Hann virðist gera allt í senn, knébeygjur við píanóin, en snýst jafnframt á hæl og hnakka til þess að gefa hinum ýmfeu hlutum hljóm- sveitarinnar fyrirskipanir um leik. Hann notar hendurnar eins og hann sé að brjóta múrsteina í karatestil. Hann æsir upp hljóðfæraleikarana. Hið sama er að segja um áheyrend- urna, einkum þegar hann söng nokkur lög. Hann var í einu svitabaði á eftir. Hann sagði meðal annars. ,,Það verður að skapa stemningu, tilfinn- ingasamband. Og einhver verður að koma á slíku sambandi. Ég er ekki að reyna að sanna neitt sem hljóm- sveitarstjóri né sem píanóleikari. Tæknilega séð er ég líklega lélegur í báðum hlutverkunum. En betta kemur frá hjartanu. Ég er einlægur í viðleitni minni. Ég á djúpa kennd innra með mér, heita kennd fyrir tónlistinni. Ég er ekki bara að slá taktinn. Ég er frjáls, og mér er alveg sama, hvernig ég lít út, þeg- ar allt er í fullum gangi.“ Þessir tónleikar í Westbury voru mjög athyglisverðir. En það er ekki síður athyglisvert, að hinn ungiegi Bacharach hefur þegar samið nóg af dásamlegum lögum fyrir heila hljómleika og að töfraðir áheyrend- ur voru á öllum aldri, allt frá ,átta ára aldri til áttræðisaldurs. Nýlega fékk hann bréf frá ungri stúlku í kaþólskum skóla, sem bað hann um að semja skólahróp fyrir hana, eins kcnar kjörorð fyrir skólann, sem nemendur gætu sungið við ýmis tækifæri. „Það mun, aðeins taka þig fimm mínútur, sem tæki mig tvær vikur,“ skrifaði hún. P.S. Nunnurn- ar eru líka svaka spenntar fyrir þér.“ Tónlist Bacharach er í eins ríkum mæli tónlist áttunda áratugsins og tónlist Gerswins var tónlist þriðja áratugsins og tónlist Porters þess fjórða. Hún er þrungin stöðugu eirðarleysi. Tónarnir þjóta æðislega upp og niður tónstigann. Þeir lyft- ast úr deýjandi falli hærra og hærra ... allt upp í kjarnaspreng- ingu .Sem dæmi mætti taka la.^ið „Walk on By“. Tónlist hans virðist á vissan hátt tónlist ósamræmisins. Hún er þrungin leikrænni spennu, full óvæntra breytinga og sveiflna, sem gera hana ferska og lifandi og halda athygli og áhuga hlustandans sívakandi. Tónlist hans sleppir ekki tökunum á hlustandanum. Sem dæmi um slík lög mætti nefna lagið „Don’t Make Me Over“ (Breyttu mér ekki), þar sem hljómfallið breytist stöðugt. Einnig mætti nefna textann við lagið „Do You Know the Way to San Jose“ (Ratarðu leiðina til San Jose), þar sem áherzlur virð- ast vera á kolvitlausum stöðum. Jafnvel lag eins og „Raindrops“ er þrungið innri spennu. Skokkandi hljómfall þess líkist helzt gangi hests, sem er reiðubúinn til þess að spenna sterka vöðva sína til hins ýtrasta og þjóta yfir háa girðingu. Bacharach hefur átt geysileffri velgengni að fagna með því að brjóta flestar af hinum viðurteknu reglum á sviði tónlistarinnar og þá fyrst þá meginreglu, að lagið verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.