Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
menn Hinriks konungs fluttu með
sér til Lundúna.
Eftir að dómkirkjan hafði verið
rænd auðæfum sínum, fékk hún að
vera í friði í næstu 100 ár, eða til
ársins 1642 í borgarastríðinu, er
hermenn Cromwells eyðilögðu org-
elið, rifu biblíurnar í sundur, veltu
um háaltarinu, rifu niður blýplöt-
urnar af þökunum og mölvuðu
mörg glermálverk. Ennþá sjást för
í veggjum dómkirkjunnar eftir
kúlur púritananna —■ einnig eru
sprungur eftir sprengjubrot sem
lentu á kirkjunni 300 árum síðar:
1. júní 1942 féllu 15 stórar sprengj-
ur rétt við dómkirkjuna, en teljast
má til kraftaverka að hún skyldi
að öðru leyti sleppa ósködduð úr
síðari heimsstyrjöldinni.
Dómkirkja þessi, eins og við sjá-
um hana í dag, hefur yfir sér blæ
þess óhagganlega og eilífa, en til
hennar koma nú enn fleiri píla-
grímar en nokkru sinni fyrr. Mar-
marahásæti erkibiskupsins — cat-
hedra, þaðan sem orðið „katedral“
er dregið — var þegar notað áður
en Frelsisbréfið mikla (Magna
Carta) var undirritað árið 1215. Og
gamla dómkirkjan býður enn
kirkjugesti v'elkomna með þeim
gestrisna boðskap, sem hefur í 800
ár hangið í forkirkjunni og heilsað
öllum þeim sem lagt hafa leið sína
yfir Harbledown hæðina: „Þú geng-
ur inn í þessa kirkju sem velkom-
inn pílagrímur11.
☆
Ég er komin langt yfir fertugt, og því er lég nú orðin nokkuð aftur-
haldssöm, hvað klæðaburð snertir. Ég vissi því ekki, hvernig ég átti að
taka því, þegar dóttir mín á táningaaldrinum gaf mér heiðgulan mini-
kjól í jólagjöf. Ég sagði, að mér fyndist kjóllinn að vísu fallegur, en
bætti svo við: ,,Þetta er þess konar kjóll, sem kona klæðist til þess að
draga að sér athygli karlmanns og töfra 'hann, og ég er þegar búin að
ná í minn mann."
Þá gaut sú litla augunum til íöður síns og sagði: Jæja töfraðu hann
þá.“
Jane A. Penson.
Verkfræðideild hjá stóru olíufélagi er fræg fyrir það, hve skrifstofu-
stúlkurnar þar eru laglegar. Kjöriorð deildarinnar er: „Ráðið þær, við
kennum þeim að vélrita". Dag nokkurn kom bráðmyndarlegur, ungur
maður á skrifstofuna í atvinnuleit. Meðan forstjórinn var að ræða við
unga manninn, gekk einkaritarinn að skrifborði forstjórans og lagði
bréfmiða á það. Hann átti erfitt með að skella ekki upp úr, þegar hann
las það, sem stóð á miðanum: „Ráðið hann, við kennum honum verk-
fræði“.
Frú J. F. Miller.