Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 64

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL fannst éndalaus, komum við að opnum velli. Þar stóð bjálkakofi og fjöldi Indíánaguðastaura. Stórvax- in kona, sem líktist helzt liðþjálfa í öllu fasi og raddblæ, rétti upp hönd- ina með valdsmannssvip, svo að öskrandi stelpurnar þögnuðu allar sem ein á stundinni. Hún tilkynnti ósköp rólega: „Það er búið að brjóta saman seglin ykkar á réttan hátt. Gætið þess að setja gólf í tjaldbúð- irnar ykkar. Það hefur orðið vart við eitureik á svæðum númer 422, 668 og 669. Það gleður ykkur áreið- anlega, að nautssnákarnir hafa al- veg ráðið niðurlögum skröltorm- anna. Gjörið svo vel að gera nauts- snákunum ekkert mein. Við höfum núna 14 snáka hérna á tjaldbúða- svæðinu. Náið í birgðirnar ykkar og flýtið ykkur á „powwow“ (Indí- ánaumræðufund). Ég hafði ekki skilið helminginn af því, sem hún sagði. En það, sem ég skildi, gerði mig alveg dauð- hrædda .Nú veit ég, hvers vegna farið er með mann í langferðabíl til útilegutjaldbúðanna. Það er gert til þess, að maður komist ekki burt aftur af sjálfsdáðum. Ég elti hinar mæðurnar (héreftir kallaðar „Squaw“, þ.e Indíánakon- ur) að herbergi, sem merkt var með skiltinu „Birgðir“. Mér var rétt fullt fangið af einhverju óhreinu drasli. Ég draslaði þessum fjársjóðum að , ,pow wowt j aldi nu (f undat j aldinu) á bak við bjálkakofann. „Liðþjálf- inn“ var að romsa þar upp úr sér reglum, skyldustörfum og leiðbein- ingum um staðsetningu salernanna. Svo kom banahöggið: Hún tilkynnti, að við fengjum ekki að vera með okkar eiginskátaflokkum, heldur yrði skipt um. Ég var því í þann veginn að hætta mér inn í myrkviði snáka og annarra hættulegra fyrir- brigða með 12 ókunnugar stelpur í eftirdragi! Og þarna stóðu þær ... tólf níu ára „Indíánar“ í bláum gallabuxum og strigaskóm og með hárið bundið í tagl... og þegar alveg ævintýra- lega óhreinar. „Jæja, hvað gerum við þá?“ spurði ég. Ég varð að herða upp hugann til þess að koma þessum orðum út úr mér. „Við finnum okkuir tjaldbúða- stæði og setjum upp seglið," sagði þaulvön „útilegukona“ með leiftur í augum. Ég fann til svolítillar óþæginda- kenndar, en alls ekki til neinnar ofsahræðslu. „Allt í lagi, hvernig væri að tjalda hérna alveg við hlið- ina á kofanum?“ spurði ég. Það kvað við hlátur. „Mikið ertu annars fyndin, ungfrú Mickey.“ Það fannst mér sannarlega ekki. Þær teymdu mig á eftir sér eftir stíg, sem hvarf að síðustu einhvers staðar langt inni í myrkviðnum. Svo komu þær að fúnum trjábol, eftir að við höfðum gengið margra mílna veg. Þær tilkynntu mér, að þetta væri alveg öndvegisstaður. Nú, ekki var ég nein manneskja til þess að bera brigður á það. Þar að auki var ég alveg örmagna eftir að hafa draslað þessu fjandans segli alla þessa óraleið. Ég reyndi að komast til botns í því, hvað þetta segl væri í raun og veru, meðan litlu „Indíánarnir" mínir tólf stökktu öllu kviku á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.