Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 35
FIMMTI MAÐURÍNtí...
Sá
pípu úr gúmmí og sílikon var kom-
ið fyrir í innra eyranu. Þegar þrýst-
ingurinn á vökvanum var orðinn of
mikill, streymdi hann í gegnum
pípuna. Hálfu ári eftir aðgerðina
leið Shepard mun betur. Heyrn
hans batnaði mikið, þótt hann
fyndi enn fyrir stöðugu suði í
vinstra eyranu. Þegar ýtarlegar
rannsóknir sýndu svo, að hann
hafði aftur öðlazt fullkomið jafn-
vægisskyn, lýstu læknar Geimferða-
stofnunarinnar því yfir í maí 1969,
að hann væri aftur fullfær um að
fljúga.
„Ég hafði það alltaf á tilfinning-
unni, að ég mundi geta flogið aft-
ur,“ sagði Shepard, ,,og myndi
sennilega öðlast seinna tækifæri til
að fara í geimferð.“ Hann sagði
stöðu sinni lausri, þegar honum
var tjáð, að mælt hefði verið með
honum í geimferð, sem farin yrði
áður en langt um liði. Þar sem
tækninni hafði fleygt fram síðan
hann fór í fyrstu geimferð sína
1961 sá hann, að hann yrði að auka
þekkingu sína, ef hann yrði valinn
til, fararinnar. Hann tók þá til að
þjálfa sig sjálfur. Hann dvaldi tíu
daga í verksmiðiunum, sem bjuggu
til Apollo geimförin og kynnti sér
þau út í yztu æsar. Þá var hann
sex daga í Grumman verksmiðjun-
um, þar sem tunglfarið var byggt
og lærði allt um það, sem hægt var
að læra.
Þá lærði hann að fljúga þyril-
vængju, því þannig fékk hann mik-
ilvæga reynslu í að geta stjórnað
Eldflaug Apollos 1J/. á Kennedy-liöf ða.