Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 99

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 99
ÉG LIFI FYRIR FLUGlÐ hvar sem þeim gafst tækifæri til. Ginestet varð að brjóta beinin í sundur á þessum stöðum, endur- móta þau, sem voru gengin úr lagi, og skafa endana, svo að þeir féllu vel hvor að öðrum. Það vantaði sumsstaðar beinflísar. Þá tók hann nýjar beinflísar úr mjaðmarbein- um mínum og græddi þær á þá staði, þar sem beinflísar vantaði. Þetta voru kvalafullar og seinleg- ar aðgerðir. Að síðustu festi Gine- stet silfurspöng í hökuna, setti höf- uð mitt í gipsstokk og festi svo allt í rammbyggilegar skorður, mjög traustar, en þó ekki þannig, að neðri kjálkinn væri algerlega óhreyfanlegur, því að hann hafði búið til snjallan útbúnað, sem gerði mér smám saman fært að hreyfa neðri kjálkann, án þess að slíkt hefði truflandi áhrif á samskeyttu beinin, sem voru að gróa. Með þennan umbúnað varð ég að vera í tvo langa mánuði. Beinin höfðu öll gróið saman, þgear ég yfirgaf Fochsjúkrahúsið. Að vísu hafði ég enn ekkert nef, ekkert vinstra kinnbein og enga höku. En Ginestet veitti mér von um, að úr því yrði hægt að bæta. „Eg veit, hvaða maður getur hjálp- að yður,“ sagði hann við mig einn daginn. „Það er Bandaríkjamaður, kannske bezti sérfræðingurinn í plastskurðaðgerðum í gervallri ver- öldinni. Hann heitir John Marquis Converse. Hann kemur til Parísar á hverju ári. Vilduð þér kannske hitta hann, næst þegar hann kem- ur?“ Meðan ég beið eftir dr. Converse, hóf ég líf mitt sem flugkona á nýj- 97 an leik. Þrátt fyrir allar áhyggj- urnar af því að vera afskræmd, — en ég þorði varla að láta nokkurn mann sjá mig —, reyndist aðdrátt- arafl hins víðfeðma lofts enn sterk- ara. Eftir nokkurra klukkustunda æfingu byrjaði ég á listfluginu á nýjan leik. Og ég varð innilega glöð, er ég fann, að hin réttu við- brögð mín höfðu ekki gleymzt, heldur náði ég valdi á þeim að nýju næstum tafarlaust. Loks kom dr. Converse til París- ar sumarið 1950. Það tók hann nokkrar klukkustundir að skoða mig. Og svo færði hann mér dá- samlegar fréttir. Hann sagðist geta komið andliti mínu í eðlilegt ásig- komulag, ef ég kæmi til Banda- ríkjanna og léti gera á mér all- marga uppskurði þar. Eg fór þangað í september, og dr. Converse hófst strax handa. Hann lauk aðalhluta lækningaraðgerða sinna, meðan á þessari fyrstu heim- sókn minni stóð, en ég dvaldi þar í 6 mánuði samfleytt. En svo fór ég aftur til New York til annarrar aðgerðar haustið 1951, síðan árið 1952 og svo loks árið 1953. Skurð- aðgerðirnar voru samtals sextán talsins. Þær tóku mjög langan tíma, allt að 4—5 klukkustundir, og voru talsvert álag, því að stundum var ekki um svæfingu að ræða, heldur aðeins staðdeyfingu. „Viðgerða“-skurðaðgerðir eru ekki falleg sjón á að líta, meðan á þeim stendur. En smám saman vandist ég þeim í slíkum mæli, að ég hafði augun opin og fylgdist með öllu af brennandi áhuga. Dr. Converse er geysilega hæfileika-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.