Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 118

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL neinnar öfundar, þótt ég sjái menn vaða öðrum fremur knálega við stangarveiði, heldur hugsa ég sem satt er, að árangur af veiði verður alls ekki mældur í vazli og kannski sé þessi mikli vaðmaður bara fullur eða galinn. Auðvitað er gott að geta vaðið, til þess að komast að fiski. Snjallasti veiðimaður, sem ég hef veitt með, er Hannes Pálsson í Búnaðarbank- anum. Hann veður allt, sem hann þarf, og fiskar meira en aðrir menn. En það er ekki fjarri mér að ætla, að hann myndi líka veiða meira en flestir, þó svo hann fiskaði á blank- skóm. Og auðvitað stilli ég mig ekki heldur, þegar ég veit af fiski, sem ég næ ekki til af bakkanum og veð líka eins og ég get. Ég byrja alltaf á því, áður en ég veð út í, að áætla vegalengd fram á fossbrún og reyna að gera mér grein fyrir fjölda þeirra steina, sem standa upp úr straumnum á leið- inni þangað. Ef leiðin er nógu löng og mér finnst steinarnir nógu marg- ir, þá veð ég. Steinana fyrir neðan fossinn þarf ekki að telja. Og hér komum við að merkilegu atriði: Fatlaður maður nær e.t.v. ekki jafn mörgum fiskum og full- frískur stangveiðimaður, en hann fær að öðru leyti fullt eins mikið út úr sportinu. f fyrsta lagi, þá er þetta honum miklu erfiðara. í öðru lagi, er höltum manni þessi iðja hættulegri og sportmannlegri í senn, því að aðstæður eru gjarnan þann- ig, að fiskurinn hefur allt að því jafn mikla möguleika til að ná í veiðimanninn og veiðimaðurinn að ná í fiskinn. Það skal játað, að ég er alltaf hræddur að vaða, og reynsla mín bendir til þess, að veiðimaður, sem veður með jafn deigu geði og frarn- anskráðar hugleiðingar benda til, fiski yfirleitt ekki betur úti í ánni, heldur en af bakkanum. En sá, sem á bakkanum stendur, fer líka á mis við töfra lífsháskakenndarinnar. Hvað veiðina sjálfa snertir, þá hygg ég, að haltur stangveiðimaður verji tíma sínum miklu betur í það að hugsa upp ráð, til þess að ná þangað, sem fiskurinn liggur, með löngu kasti af árbakkanum og véla- brögð til þess að halda færinu á tökustaðnum, heldur en í spekúla- sjónir um afkomumöguleika sjálfs sín á sundi í ánni. Ég hef hugsað upp mörg slík ráð og margar þess háttar vélar, þótt endirinn verði ávallt sá, að ég veð heldur úti í. Fyrirhyggja og ráðsnilld geta komið höltum veiðimanni í stað skjótleika og líkamsburða. Um það gæti ég nefnt mörg dæmi, en læt nægja eitt frá því í júlíbyrjun núna í sumar. Ég fiskaði þá í Vatnsdalsá og fór í Stekkjarfossinn, sem er innsti veiðistaðurinn, stundarfjórð- ungsgang inn frá Forsæludal. Laxinn safnast í hylinn undir fossinum. Maður stendur á háum kletti og kastar yfir að berginu á móti. Þetta er mjög skemmtilegt vegna þess, að veiðimaðurinn sér fiskana í hylnum, — þeir koma sveimandi undan berginu og taka agnið í vatnsskorpunni, og yfirleitt er vatnið þarna kristalstært. Fiskurinn tekur yfirleitt vel í þessum hyl, en þá er eftir það, sem erfiðast er, og það er að ná honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.