Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
neinnar öfundar, þótt ég sjái menn
vaða öðrum fremur knálega við
stangarveiði, heldur hugsa ég sem
satt er, að árangur af veiði verður
alls ekki mældur í vazli og kannski
sé þessi mikli vaðmaður bara fullur
eða galinn.
Auðvitað er gott að geta vaðið, til
þess að komast að fiski. Snjallasti
veiðimaður, sem ég hef veitt með,
er Hannes Pálsson í Búnaðarbank-
anum. Hann veður allt, sem hann
þarf, og fiskar meira en aðrir menn.
En það er ekki fjarri mér að ætla,
að hann myndi líka veiða meira en
flestir, þó svo hann fiskaði á blank-
skóm. Og auðvitað stilli ég mig ekki
heldur, þegar ég veit af fiski, sem
ég næ ekki til af bakkanum og veð
líka eins og ég get.
Ég byrja alltaf á því, áður en ég
veð út í, að áætla vegalengd fram
á fossbrún og reyna að gera mér
grein fyrir fjölda þeirra steina, sem
standa upp úr straumnum á leið-
inni þangað. Ef leiðin er nógu löng
og mér finnst steinarnir nógu marg-
ir, þá veð ég. Steinana fyrir neðan
fossinn þarf ekki að telja.
Og hér komum við að merkilegu
atriði: Fatlaður maður nær e.t.v.
ekki jafn mörgum fiskum og full-
frískur stangveiðimaður, en hann
fær að öðru leyti fullt eins mikið
út úr sportinu. f fyrsta lagi, þá er
þetta honum miklu erfiðara. í öðru
lagi, er höltum manni þessi iðja
hættulegri og sportmannlegri í senn,
því að aðstæður eru gjarnan þann-
ig, að fiskurinn hefur allt að því
jafn mikla möguleika til að ná í
veiðimanninn og veiðimaðurinn að
ná í fiskinn.
Það skal játað, að ég er alltaf
hræddur að vaða, og reynsla mín
bendir til þess, að veiðimaður, sem
veður með jafn deigu geði og frarn-
anskráðar hugleiðingar benda til,
fiski yfirleitt ekki betur úti í ánni,
heldur en af bakkanum. En sá, sem
á bakkanum stendur, fer líka á mis
við töfra lífsháskakenndarinnar.
Hvað veiðina sjálfa snertir, þá
hygg ég, að haltur stangveiðimaður
verji tíma sínum miklu betur í það
að hugsa upp ráð, til þess að ná
þangað, sem fiskurinn liggur, með
löngu kasti af árbakkanum og véla-
brögð til þess að halda færinu á
tökustaðnum, heldur en í spekúla-
sjónir um afkomumöguleika sjálfs
sín á sundi í ánni. Ég hef hugsað
upp mörg slík ráð og margar þess
háttar vélar, þótt endirinn verði
ávallt sá, að ég veð heldur úti í.
Fyrirhyggja og ráðsnilld geta
komið höltum veiðimanni í stað
skjótleika og líkamsburða. Um það
gæti ég nefnt mörg dæmi, en læt
nægja eitt frá því í júlíbyrjun núna
í sumar. Ég fiskaði þá í Vatnsdalsá
og fór í Stekkjarfossinn, sem er
innsti veiðistaðurinn, stundarfjórð-
ungsgang inn frá Forsæludal.
Laxinn safnast í hylinn undir
fossinum. Maður stendur á háum
kletti og kastar yfir að berginu á
móti. Þetta er mjög skemmtilegt
vegna þess, að veiðimaðurinn sér
fiskana í hylnum, — þeir koma
sveimandi undan berginu og taka
agnið í vatnsskorpunni, og yfirleitt
er vatnið þarna kristalstært.
Fiskurinn tekur yfirleitt vel í
þessum hyl, en þá er eftir það, sem
erfiðast er, og það er að ná honum