Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 101
EG LIFI FYRIR FLUGlÐ
99
þeirri braut. En ég hafði þegar
ákveðið að hnika öllum aðstæðum
þannig til, að ég stæði betur að
vígi. Eg ákvað ,,að vinna mig í
áliti“ á sviði flugsins með því að
afreka eitthvað sérstakt og athygl-
isvert.
Einn af þeim, sem höfðu heim-
sótt mig á sjúkrahúsið í New York,
var Charles Francois Lechére, hers-
höfðingi, yfirmaður franska flug-
hersins. Ég dirfðist að skýra hon-
um frá dagdraumum mínum. Að
því loknu herti ég upp hugann og
bað hann mikillar bónar. Mundi
hann vilja veita mér leyfi til þess
að reyna að setja nýtt hraðamet í
einni af hinum nýju Vampireþotum
flughersins? Lachére hershöfðingi
svaraði þessu játandi mér til mik
illar ánægju.
Daginn eftir heimkomu mína til
Parísar skýrði ég Guillaume frá
þessari ráðagerð minni. Ég sagði
honum einnig, að mig langaði til
þess að fá starf sem atvinnuflug-
kona við tilraunastöðina í Brétig-
ny, en þar starfaði hann þegar sem
kennari. Guillaume horfði fast á
mig nokkur augnablik og svaraði
svo: „Allt í lagi. Við skulum þá
hefjast handa.“
Eftir nokkurra vikna þjálfun
sagði Guillaume, að ég væri tilbú-
in. Og við fluttum bækistöð okkar
til tilraunaflugvallarins í Istres í
Suður-Frakklandi. Ég stefndi að
því að hnekkja hraðameti kvenna
í 100 kílómetra flugferð (fram og
tilbaka án viðkomu), en banda-
ríska flugkonan Jacqueline Cochran
hafði átt met þetta frá 1947, og var
Nýlec/ mynd af Jacqueline Auriol.
það 469.54 mílna hraði á klukku-
stund.
Hið örlagaríka augnablik rann
upp þ. 11. maí. Silfurþotan, mjög
lág og pínulítil, beið mín á vellin-
um. Það kom ekkert sérstakt fyrir
í ferðinni, og henni lauk fljótt. Ég
flaug í beinni stefnu 50 kílómetra
leið til Avignon. Þar tók ég 180
gráðu beygju, og var ég komin
aftur til brottfararstaðarins eftir 7
mínútur og 20 sekúndur. Ég þekkti
rödd Guillaume í hlustunarætkjum
mínum, er hann sagði: „Þetta næg-
ir.“
Ég varð strax umkringd bros-
andi fólki, þegar ég klöngraðist
niður úr flugmannssætinu. Það lék
enginn vafi á sigri mínum. Hraði
minn var 508Í39 mílur á klukku-
stund, sem var þó nokkru meiri en
hraðamet Jacqueline Cochrans.
Þetta varð upphafið að langri sam-