Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
að fara ein á loft og fljúga list-
flug!“
En þegar ég lagði í fyrstu „nef-
dýfuna“, fannst mér þetta allt sam-
an dásamlegt sem fyrrum. Ótti
minn var horfinn. Allt var í stak-
asta lagi . . . hljómfallsskynið . . .
tímaskynið . . . sá vissi hraði, sem
ég varð að hafa, þegar ég byrjaði
hinar ýmsu dýfur, veltur og lykkj-
ur. Mér fannst sem flugvélin, loftið
og ég sjálf værum ein órjúfanleg
heild. Jörðin var ekki lengur til.
Ég hafði barizt og unnið konungs-
ríki mér til handa, konungsríki,
þar sem ég var alein, ölvuð af vind-
um og frelsi.
Næsta árið flaug ég við hvert
tækifæri sem bauðst. Og það sum-
ar sýndi ég í fyrsta skipti listflug
opinberlega í Auxerre. Ég æfði mig
bæði á morgnana og síðdegis í tvo
mánuði samfleytt til þess að búa
mig undir sýningu, sem ég vonaði,
að gæti orðið gallalaus.
Þetta var góð sýning. Jafnvel
Guillaume sagði það. Og mér fannst
loks, að ég hefði haslað mér völl
uppi í þessu tæra, sólþrungna lofti,
sem mér fannst svo undursamlegt
að fljúga í. Sýningin fór fram þ. 3.
júlí 1949. Átta dögum síðar gerð-
ist slysið svo. Þá varð ég fyrir því
áfalli, sem rændi mig andliti mínu.
GLATAÐUR VINUR ENDUR-
HEIMTUR Á NÝJAN LEIK
Dagar afturbata míns liðu ofur
hægt hver af öðrum. Mér hafði
alltaf þótt vænt um þetta stóra óð-
al í Marly, sem stóð í miðjum garði,
sem var þrunginn af iðandi lífi.
En nú var ^ðal þetta orðið að húsi
örvæntingarinnar. Líkamskraftar
mínir voru óðum að aukast. Brot
mín greru, og ég gat nú hreyft
handleggi og fótléggi. En mig lang-
aði bara ekkert til þess. Andlits-
bein mín vildu enn ekki gróa sam-
an.
Guillaume kom í heimsóknir til
mín, og ég hafði mjög gott af heim-
sóknum hans. En hann forðaðist
samt alltaf að minnast á flugið, og
ég talaði varla nokkurn tíma um
það við nokkurn mann.
Svo þegar Guillaume kom í eina
af heimsóknum sínum, sagði hann
strax: „Við skulum koma í svolitla
ökuferð.“
Ég tók boði hans með ánægju.
Ég hafði ekki hugmynd um, hvert
skyldi halda, og mér var alveg
sama. Ég leit jafnvel ekki á lands-
lagið.
En skyndilega tók ég andköf af
geðshræringu. Nú þekkti ég veginn,
sem við höfðum ekið á. Við vorum
að nálgast flugvöllinn í Villacou-
blay, þar sem ég hafði lært list-
flugið. Guillaume ók út á enda
flugbrautar. Frammi fyrir mér
stóð nú gamall vinur, sem hafði
verið mér glataður um sinn, fjög-
urra sæta Fairchild-flugvél af sömu
tegund og ég hafði flogið til Dakar
í Vestur-Afríku.
„Ég fékk flugvélina lánaða. Eng-
inn getur séð til okkar,“ sagði Gu-
illaume, líkt og þessi orð væru full-
nægjandi skýring á þessu öllu sam-
an.
Hann hjálpaði mér upp í flug-
mannssætið. Ég sat þar dálitla
stund hreyfingarlaus og hélt bara
í stýrisstöngina. Ég virti fyrir mér