Úrval - 01.02.1971, Síða 96

Úrval - 01.02.1971, Síða 96
94 ÚRVAL að fara ein á loft og fljúga list- flug!“ En þegar ég lagði í fyrstu „nef- dýfuna“, fannst mér þetta allt sam- an dásamlegt sem fyrrum. Ótti minn var horfinn. Allt var í stak- asta lagi . . . hljómfallsskynið . . . tímaskynið . . . sá vissi hraði, sem ég varð að hafa, þegar ég byrjaði hinar ýmsu dýfur, veltur og lykkj- ur. Mér fannst sem flugvélin, loftið og ég sjálf værum ein órjúfanleg heild. Jörðin var ekki lengur til. Ég hafði barizt og unnið konungs- ríki mér til handa, konungsríki, þar sem ég var alein, ölvuð af vind- um og frelsi. Næsta árið flaug ég við hvert tækifæri sem bauðst. Og það sum- ar sýndi ég í fyrsta skipti listflug opinberlega í Auxerre. Ég æfði mig bæði á morgnana og síðdegis í tvo mánuði samfleytt til þess að búa mig undir sýningu, sem ég vonaði, að gæti orðið gallalaus. Þetta var góð sýning. Jafnvel Guillaume sagði það. Og mér fannst loks, að ég hefði haslað mér völl uppi í þessu tæra, sólþrungna lofti, sem mér fannst svo undursamlegt að fljúga í. Sýningin fór fram þ. 3. júlí 1949. Átta dögum síðar gerð- ist slysið svo. Þá varð ég fyrir því áfalli, sem rændi mig andliti mínu. GLATAÐUR VINUR ENDUR- HEIMTUR Á NÝJAN LEIK Dagar afturbata míns liðu ofur hægt hver af öðrum. Mér hafði alltaf þótt vænt um þetta stóra óð- al í Marly, sem stóð í miðjum garði, sem var þrunginn af iðandi lífi. En nú var ^ðal þetta orðið að húsi örvæntingarinnar. Líkamskraftar mínir voru óðum að aukast. Brot mín greru, og ég gat nú hreyft handleggi og fótléggi. En mig lang- aði bara ekkert til þess. Andlits- bein mín vildu enn ekki gróa sam- an. Guillaume kom í heimsóknir til mín, og ég hafði mjög gott af heim- sóknum hans. En hann forðaðist samt alltaf að minnast á flugið, og ég talaði varla nokkurn tíma um það við nokkurn mann. Svo þegar Guillaume kom í eina af heimsóknum sínum, sagði hann strax: „Við skulum koma í svolitla ökuferð.“ Ég tók boði hans með ánægju. Ég hafði ekki hugmynd um, hvert skyldi halda, og mér var alveg sama. Ég leit jafnvel ekki á lands- lagið. En skyndilega tók ég andköf af geðshræringu. Nú þekkti ég veginn, sem við höfðum ekið á. Við vorum að nálgast flugvöllinn í Villacou- blay, þar sem ég hafði lært list- flugið. Guillaume ók út á enda flugbrautar. Frammi fyrir mér stóð nú gamall vinur, sem hafði verið mér glataður um sinn, fjög- urra sæta Fairchild-flugvél af sömu tegund og ég hafði flogið til Dakar í Vestur-Afríku. „Ég fékk flugvélina lánaða. Eng- inn getur séð til okkar,“ sagði Gu- illaume, líkt og þessi orð væru full- nægjandi skýring á þessu öllu sam- an. Hann hjálpaði mér upp í flug- mannssætið. Ég sat þar dálitla stund hreyfingarlaus og hélt bara í stýrisstöngina. Ég virti fyrir mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.