Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 38
36
ílurt Bacharach er arftald liinna
vinsælu bandarísku tónskálda, svo sem
Irving Berlins, George Gershwitns
og Cole Porters.
BURT BAC.HARACH-
maður áratugsins á
sviði dægurtónlistar
EFTIR HUBERT SAAL
*
vv
*
B
urt Bacharach er ríkj-
andi krónprins á sviði
hinnar vinsælu dægur-
tónlistar nútímans,
„poptónlistarinnar“.
Hann er hinn yngsti í
langri keðju framúrskarandi banda-
rískra tónskálda, svo sem þeirra
Irvings Berlins, George Gershwins,
Jerome Kerns, Cole Porters og
Richards Rogers, keðju, sem nær
allt aftur til Stephens Fosters. Bach-
arach hefur þegar samið fjölda
framúrskarandi vinsælla laga, svo
sem „Walk on by“, „What the World
Needs Now Is Love“ og „Alfie“.
En hundruð hljóðfæraleikara og
margir söngvarar hafa þegar leikið
og sungið lög þessi á hljómplötur.
Hann vann tvö Akademíuverðlaun
í fyrra, fyrir beztu músík í kvik-
mynd, „Butch Cassidy and the Sun-
dance Kid“ og fyrir kvikmyndalag-
ið „Raindrops Keep Fallin’ on My
Head“.
Hinn 42 ára gamli Bacharach er
ekki aðeins svo snjall og auðugur,
að menn geta vart gert sér slíkt í
hugarlund. Hann hefur einnig mjög
aðlaðandi, fremur feimnislega fram-
komu, sem fer einkar vel við hans
stórglæsilega útlit. Hann telst ekki
til hinna mörgu tónskálda, sem hafa
dregið sig í hlé frá sviðsljósinu,
heldur hefur hann einnig gerzt
starfandi hljómsveitarstjóri og
hljóðfæraleikari. Hann hefur komið
fram sem aðalaðdráttarafl sjón-
varpsþáttarins „Kraft Music Hall“.
Og í maí í fyrra hélt hann nokkra