Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 111

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 111
ÉG LIFI FYRIR FLUGIÐ 109 ari, og skipzt er á sögum og minn- ingum um hinn látna, oftast hon- um til hróss, en einstöku sinnum sögum og minningum, sem sýna hann í hlægilegu eða fáránlegu ljósi. Þegar menn hafa lokið við að snæða, hefur skapazt þannig and- rúmsloft, að það er ekki lengur rúm fyrir sorgina. Það er eins og orðið hafi sprenging. Allir tala í einu, allir segja sögur. Dauðanum hafði að vísu tekizt að rjúfa ein- ingu okkar litla hóps sem snöggv- ast, en hún hafði endurfæðzt, sterk og heit, meðan á máltíðinni stóð, líkt og hinn látni félagi okkar væri okkar á meðal enn einu sinni. Enginn hefur lýst afstöðu okkar tilraunaflugmannanna gagnvart dauðanum betur en Yves Brunaud, einn af hinum mörgu félögum mín- um, sem látizt hafa við störf sín í loftinu. Tveim eða þrem árum fyr- ir dauða sinn gerði Brunaud erfða- skrá. Og fegurð og einfaldleiki þessa plaggs eru að mínu áliti beztu minnismerkin, sem reist hafa verið í minningu þeirra, sem þann- ig hafa dáið en eru samt enn svo lifandi. Það hljóðar svo: „Hvernig svo sem dauða minn kann að bera að höndum, bið ég þess, að fjölskyldu minni verði hlíft við ömurleika langrar, opinberrar jarðarfarar með tilheyrandi við- höfn. Eg bið þess, að mínar jarðnesku leifar verði fluttar sem fyrst til heimilis míns og þeim siðan veitt hin einfaldasta kristilega greftrun. Ég bið þess, að vinir mínir og fé- lagar taki þessu ekki sem móðgun við hefðbundin tákn um auðsýnda samúð, heldur sem ósk um að mega snúa aftur til friðsældar fjölskyldu- lifsins, sem ég hef alltaf elskað framar öllu öðru. Ég bið þess, að einkum þeir, sem bænina þekkja, biðji fyrir mér, og að þeir, sem þekkja hana ekki, muni leita hennar. Ég bið þess, að allir þeir, sem ég kann að hafa sært með ofríki, af- skiptaleysi eða veiklyndi, muni veita mér fyrirgefningu sína í slík- um mæli, að þeir biðji Guð um að veita mér fyrirgefningu. Það er ósk mín, að allt, sem ég á, gangi til eiginkonu minnar og megi þannig hjálpa henni til þess að ala börnin okkar upp á þann hátt, að þau verði þess háttar menn og konur, sem eru þeSs verð að kallast það.“ Það er andi slíkra manna sem Brunauds, er færir mér heim sann- inn um, að flugið er sífellt krafta- verk og gleðiuppspretta. Töfrar þess eru eins ómótstæðilegir fyrir mig núna og þeir voru, er ég hóf mig til flugs fyrsta sinni. Og ég fyllist innilegri gleði við tilhugs- unina um, að farist ég við störf mín, muni félagar mínir geyma minninguna um mig í hjarta og hug. Á meðan til verða tilrauna- flugmenn, verð ég einn þeirra . . . og í góðum félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.