Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 57
HVAÐ ER FJARSKYNJUN?
55
átt að vera 50%. Mismunurinn álít-
ur Dr. Krippner að stafi af því, að
móttakendurnir hafi ekkert tæki-
færi til að lesa lýsingarnar á
draumum sínum, sem skráðir eru
af vísindamönnunum um nóttina,
áður en þeir eiga að finna út, hvaða
mynd sendandinn hugsaði um. Þeir
hafi því sennilega gleymt draum-
unum að mestu, eins og flestir gera,
eftir að þeir vakna.
Ef myndin, sem sendandinn hugs-
ar um, er nógu skýr og lifandi, þá
verður árangur móttakandans mun
betri. Ef sendandinn hugsar einn-
ig um ýmsa þætti, sem tengdir eru
myndinni, eins og ilm eða tónlist,
skynjar móttakandinn hana fyrr
og greinilegar. í einni tilrauninni,
sem talin var mjög árangursrík,
einbeitti sendandinn hugsun sinni
bæði að myndinni og kassa, sem
innihélt margvíslega hluti sem
myndin sýndi. Eitt sinn þegar send-
andinn hugsaði um myndina „Ský-
fall í Shono“ eftir Hiroshiga, sem
sýnir japanskan mann er ber regn-
hlíf og reynir að forða sér undan
skýfalli, var hann með japanska
leikfangaregnhlíf, sem hann ein-
beitti sér einnig að. Meðan á þessu
stóð, skýrði móttakandinn, sem var
karlmaður, frá því, að hann hefði
dreymt gosbrunni og regn. En þar
sem aðeins sex af hverjum 500 karl-
mönnum dreymir rigningu, sam-
kvæmt bókinni Innihald drauma og
sundurgreining þeirra eftir Hall og
Van de Castle, sem mikið er notuð
við athuganir á draumum, þá var
draumur móttakandans um rign-
inguna talinn mjög mikilvægur.
Við tilraun, sem gerð var síðar
með sama móttakanda, hugsaði
sendandinn um myndina Kristur
tekinn af krossinum eftir Max
Beckmann. Myndin sýnir þegar
Kristur var tekinn niður af kross-
inum. Þar sést líkami hans með
naglaförunum, krossinn og fleiri
atriði. Móttakandinn fékk greini-
lega skilaboðin, því að þegar hann
vaknaði sagðist hann hafa dreymt
um trúarlegar fórnfæringar og
skinhoraða mannveru, sem honum
fannst vera afskræmd mynd Win-
stons Churchills. Einnig virtist hon-
um guð tala í gegnum fórnarlömb-
in. Þá sá hann einnig vín og mann-
át.
Ef sendandi og móttakandi þekkj-
ast og eru vinir er árangurinn að
öllum jafnaði betri. Svo virðist sem
vinátta hafi áhrif á hugsanaflutn-
inginn. Einnig verður árangur
meiri, ef kona er sendandi og karl-
maður móttakandi, heldur en þeg-
ar karlmaður er sendandi og kona
móttakandi. Bezt þykir samt að
sendandi og móttakandi séu af
sama kyni. Til þessa hefur starfsemi
draumasannsóknarstofunnar fyrst
og fremst beinzt að því að rann-
saka hugsanaflutning, það er að
segja þann hæfileika manna að geta
skynjað hugsanir annars fólks, en
einnig hafa þar farið fram athug-
anir á skyggni. Árangur hefur verið
álíka og við rannsóknirnar á hugs-
anaflutningi.
Við rannsóknir á skyggni er dá-
leiðsla mikið notuð. Maðurinn, sem
þátt tekur í tilrauninni er þá dá-
leiddur og honum skipað að dreyma
mynd, sem liggur inni í lokuðu,
ógagnsæju umslagi, er sett hefur