Úrval - 01.02.1971, Side 57

Úrval - 01.02.1971, Side 57
HVAÐ ER FJARSKYNJUN? 55 átt að vera 50%. Mismunurinn álít- ur Dr. Krippner að stafi af því, að móttakendurnir hafi ekkert tæki- færi til að lesa lýsingarnar á draumum sínum, sem skráðir eru af vísindamönnunum um nóttina, áður en þeir eiga að finna út, hvaða mynd sendandinn hugsaði um. Þeir hafi því sennilega gleymt draum- unum að mestu, eins og flestir gera, eftir að þeir vakna. Ef myndin, sem sendandinn hugs- ar um, er nógu skýr og lifandi, þá verður árangur móttakandans mun betri. Ef sendandinn hugsar einn- ig um ýmsa þætti, sem tengdir eru myndinni, eins og ilm eða tónlist, skynjar móttakandinn hana fyrr og greinilegar. í einni tilrauninni, sem talin var mjög árangursrík, einbeitti sendandinn hugsun sinni bæði að myndinni og kassa, sem innihélt margvíslega hluti sem myndin sýndi. Eitt sinn þegar send- andinn hugsaði um myndina „Ský- fall í Shono“ eftir Hiroshiga, sem sýnir japanskan mann er ber regn- hlíf og reynir að forða sér undan skýfalli, var hann með japanska leikfangaregnhlíf, sem hann ein- beitti sér einnig að. Meðan á þessu stóð, skýrði móttakandinn, sem var karlmaður, frá því, að hann hefði dreymt gosbrunni og regn. En þar sem aðeins sex af hverjum 500 karl- mönnum dreymir rigningu, sam- kvæmt bókinni Innihald drauma og sundurgreining þeirra eftir Hall og Van de Castle, sem mikið er notuð við athuganir á draumum, þá var draumur móttakandans um rign- inguna talinn mjög mikilvægur. Við tilraun, sem gerð var síðar með sama móttakanda, hugsaði sendandinn um myndina Kristur tekinn af krossinum eftir Max Beckmann. Myndin sýnir þegar Kristur var tekinn niður af kross- inum. Þar sést líkami hans með naglaförunum, krossinn og fleiri atriði. Móttakandinn fékk greini- lega skilaboðin, því að þegar hann vaknaði sagðist hann hafa dreymt um trúarlegar fórnfæringar og skinhoraða mannveru, sem honum fannst vera afskræmd mynd Win- stons Churchills. Einnig virtist hon- um guð tala í gegnum fórnarlömb- in. Þá sá hann einnig vín og mann- át. Ef sendandi og móttakandi þekkj- ast og eru vinir er árangurinn að öllum jafnaði betri. Svo virðist sem vinátta hafi áhrif á hugsanaflutn- inginn. Einnig verður árangur meiri, ef kona er sendandi og karl- maður móttakandi, heldur en þeg- ar karlmaður er sendandi og kona móttakandi. Bezt þykir samt að sendandi og móttakandi séu af sama kyni. Til þessa hefur starfsemi draumasannsóknarstofunnar fyrst og fremst beinzt að því að rann- saka hugsanaflutning, það er að segja þann hæfileika manna að geta skynjað hugsanir annars fólks, en einnig hafa þar farið fram athug- anir á skyggni. Árangur hefur verið álíka og við rannsóknirnar á hugs- anaflutningi. Við rannsóknir á skyggni er dá- leiðsla mikið notuð. Maðurinn, sem þátt tekur í tilrauninni er þá dá- leiddur og honum skipað að dreyma mynd, sem liggur inni í lokuðu, ógagnsæju umslagi, er sett hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.