Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
Bacharach er geysilega næmur
fyrir hinu eirðarlausa, ósamræmda,
hljómfalli lífs síns: „Víst reyni ég
að koma allt of miklu í verk,“ við-
urkennir hann. „Maður verður að
framkvæma þetta allt. Maður fær
bara eitt tækifæri til slíks. Ég er
óþolinmóður maður. Það er þess
vegna, sem ég á ekki neitt tryppi.
Ég get ekki beðið eftir því, að það
vaxi upp og verði veðhlaupahestur.“
Hann hefur sannarlega nóg að
gera. Nú hefur hann fengið ný heill-
andi viðfangsefni til þess að glíma
við, en það eru tónleikarnir. Hann
hafði nóg á sinni könnu, áður en
hann byrjaði á þeim. Hann þarf að
hafa eftirlit með uppfærslu gaman-
söngleiksins „Loforð, loforð". Hann
veltir fyrir sér ýmsum tilboðum um
að skrifa tónlist fyrir kvikmyndir.
Hann kemur fram í sj ónvarpsþátt-
um. Og hann heldur áfram að semja
lög. Hann er sífellt umkringdur
eiginhándarsöfnurum. „Þessi hyll-
ing er mér alveg nýtt fyrirbrigði,“
segir hann. „Og ég væri blátt áfram
ekki mannlegur, ef ég kynni ekki
við hana.“
Angie, eiginkona hans tekur í
sama strenginn. „Hann er steinhissa
á því, að honum skuli þykja gaman
að koma fram opinberlega, að
hann skuli njóta lófaklappsins. En
aðalviðfangsefni hans er samt fyrst
og fremst það að semja stórkostleg
lög, en ekki að vera sá, sem aðdá-
endurnir æpa á í hljómleikasölun-
um í hrifningu sinni. Álagið á hann
er geysimikið og skapar nokkrar
hömlur, hvað sköpunarstarf hans
snertir. Aukist þær hömlur, mun
hann leggja allt annað á hilluna en
tónsmíðarnar. Hann veit, hvað er
þýðingarmest." ,
/ skólanum, í skólanum ...
Ég var nýbúin að láta innrita mig í Rikisháskóla Louisianafylkis og
var að fylla út einn af hinum endalausu spurningalistum í fyrstu vikunni
minni þar, sem bar iheitið „kynningar- og aðlögunarvika". Augsýnilega
var pilturinn við næsta borð loks ofurliði borinn af spurningaflóðinu.
Þegar kom að spurningunni: „Trúir þú á ágæti háskólahjónabanda?11
yppti ihann bara öxlum og skrifaði: „Já, ef iháskólarnir elska hvorn
annan í raun og veru“.
TJngfrú Lynne Hicks
Vinafólk okkar fór í útilegu i Gulsteinaþjóðgarðinum í fyrra. Eitt sinn
þegar þau komu til tjaldstaðarins, hafði hópur af skógarbjörnum gert
innrás þar. E'inn heljarstór bangsi var iað kasta ískistunni þeirra til
jarðar af öllu afli í örvæntingarfullri tilraun til þess að opna hana, þvi
að hann grunaði, að það væri eitthvað matarkyns í henni.
Konan æpti á mann sinn og skipaði honum að bjarga ískistunni. Hann
virti skógarrisann fyrir sér nokkur augnablik og sagði svo: „Þetta er
ekki ískistan okkar. Þetta er ískistan hans.“
F. R. Bailey