Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 36

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL tunglferjunni, ef til þess kæmi. Það var sama hversu vel hann vann, alltaf heyrðust raddir innan Geimferðastofnunarinnar sem álitu, að hann ætti ekki að fara í geim- ferð til tunglsins. „Enginn sag'ði við mig, þú ert of gamall og það er of langt síðan þú fórst í síðustu geimferð þína,“ sagði Shepard.- „Ég fann aftur á móti, að sumir álitu, að það tæki mig lengri tíma að öðlast nægilega tækniþekkingu en suma samstarfsmenn mína. Ég held að ég hafi verið lengur að því, en ég lagði hart að mér og nú finn ég, að það háir mér ekki lengur". í júní 1969 var svo tilkynnt, að Shepard hefði verið valinn sem stjórnandi geimfarsins Apollo 13., þegar það færi til tunglsins. En síðan var því breytt og ákveðið, að hann og áhöfn hans færu með Apollo 14. Enn hefur ekki fengizt skýring Geimferðastofnunarinnar á þessari breytingu og hún mun sennilega aldrei fást. Sögusagnir gengu um það, að Shepard hefði lent í erfiðleikum við þjálfunina, einkum þó við tunglferjuna. Hann hefði þurft meiri tíma til að æfa sig í að taka hana á loft og lenda henni. Sagt var að áhrifamiklir menn innan Geimferðastofnunar- innar hefðu jafnvel viljað láta Shepard hætta við geimferðina. En Slayton yfirmaður Shepards, sem var sannfærður um hæfni hans, lagðist eindregið á móti því. „A1 Shepard hefur fengið meiri þjálf- un en nokkur annar geimfari, ef hann er ekki hæfur til fararinnar, er enginn það,“ sagði ' Slayton. Hvernig sem málum er háttað, þá er eitt víst, að Shepard hefur bein í nefinu, og lét ekki auðveldlega setja sig úr leik. „Þjálfunin er mjög erfið og tekur langan tíma,“ sagði hann, þegar hann var að ræða um erfiðleikana, sem þarf að yfirstíga við þjálfunina. „Það hefur aldrei verið létt verk að búa sig undir geimferð. Enn sem komið er, hef ég samt ekki lent í erfiðleikum með að skilja þessi flóknu tæki, og býst ekki við að svo verði, en þetta er samt enginn barnaleikur“. . Shepard gengur nú undir nafn- inu Rookie meðal félaga sinna, og hann vann langan vinnudag með áhöfn sinni, þeim Stuart Roosa og Edgar Michell við undirbúning geimferðarinnar á Kennedy-höfða. Þar æfðu þeir aftur og aftur þau verk, sem þeir þurfa að inna af höndum á hættumestu augnablik- um geimferðarinnar, eins og þegar þeir áttu að tengja tunglferjuna við stjórnfarið o. s. frv. Shepard flaug tækinu sem notað er til að æfa lendinguna á tunglinu, hvenær sem tækifæri gafst. Og Shepard hefur sannað, að ekki var ástæða til að vantreysta honum.. ☆ Stúlka ein, sem vinnur á stjórnarskrifstofu viðlhafði ekki :þá gömlu aðferð að segja unnustanum upp vafningalaust án þess að hugsa um orðaval, heldur tilkynnti hún unga manninum á mjög nærgætinn hátt í ósviknum rlkisskriffinnskustíl, að hann hefði verið „afþakkaður".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.