Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
sækja um náðun fyrir hann. En áð-
ur en sú náðun kom til úrskurðar,
var hann flúinn úr fangelsinu.
Næstu ár dvaldi hann að mestu í
Rússlandi, þar sem hann meðal
annars reyndi að vekja áhuga keis-
arans á dirfskufullri hugmynd um
að hernema eyjuna Madagascar,
þar sem hann hefði gott samband
við sjóræningja, sem réðu nú eyj-
unni, en myndu fúslega láta hana
lausa gegn því að fá aðstöðu í Evr-
ópu. Zarinn lagði ekki trúnað á
frásagnir hans.
í Svíþjóð gátu stjórnarvöld hins
vegar hugsað sér að gera Mada-
gascar að nýlendu. Norcross var
náðaður og kallaður heim. Honum
var afhent veruleg fjárfúlga, en
áhugi hans var dofnaður. Þess í
stað hélt hann til Kaupmannahafn-
ar, þar sem styrjöldinni var lokið,
en Friðrik 4. var ekki viðbúinn að
fyrirgefa sjóræningjaforingjanum
syndir hans, og gerði hann útræk-
an úr öllu ríkinu, með hótun um
fangelsi í hlekkjum, ef hann hlýddi
því ekki.
Tveimur árum síðar eða 1726 var
Norcross svo ósvífinn að leita enn
á fund Friðriks 4. og taldi hann
þurfa á þjónustu sinni að halda.
Friðrik 4. taldi sig ekki þurfa
á því að halda og lét þess í
stað handtaka sjóræningjaforingj-
hann og setja hann í svartholið.
Hann fékk ekki heimild til að yfir-
gefa klefa sinn, sem var gjörsam-
lega tómur, þannig að Norcross
varð að sofa á beru gólfinu. Úr
slíku haldi töldu menn öruggt að
hann gæti ekki flúið.
En Norcross var samstundis far-
inn að bollaleggja flóttatilraunir.
Sverar járngrindur fyrir gluggan-
um gerðu honum ómögulegt að fara
þá leið, en hann vildi komast út,
þó svo að hann yrði að fara í gegn-
um vegginn — og það gerði hann!
Með hálfu hnífsblaði, sem honum
hafði tekizt að stinga inn á sig, og
kjötbeini útbjó hann sér skröpu, og
tókst honum á nokkrum klukku-
stundum að skrapa sér holu í vegg-
inn, en lenti inni i næsta klefi, sem
honum til happs var tómur. Hon-
um tókst samt að skrapa gat á út-
vegginn, og loks var hann slopp-
inn út.
Norcross hrósaði happi yfir því
að langt var liðið á nóttu, hann
kastaði sér í virkisgröfina og synti
yfir. Hann hljóp niður að sundinu
og synti frá Skovshoved yfir til
Hven, sem þá var sænskt yfirráða-
svæði. Hann var frjáls en mjög
þrekaður. Hann var þó fljótur að
ná sér aftur og hélt til Stokkhólms,
þar sem hann var upp raunir sín-
ar fyrir Friðrik 1. sem ávallt hafði
samúð með þessum dirfskufulla
ævintýramanni.
Áður en Norcross lagði af stað
frá Skáni, munaði minnstu að þrír
danskir sendimenn næðu honum á
sitt vald, í trausti þess að sænsk
yfirvöld myndu framselja hann, en
Norcross komst að samsærinu, og
skauzt í burtu rétt áður. í Stokk-
hólmi fékk hann ekki þær viðtök-
ur hjá konunginum, sem hann
hafði gert sér vonir um. En með
konunglegum gjöfum hélt hann af
stað þaðan til Stralsund, Danzig og
Lúbeck með konu sína og börn í
leit að hamingjunni, sem ekki virt-