Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 9
7
hrista þær út um glugg-
ann. En honum hafði
sézt yfir eina býflugu,
og hún sat í mjöðminni
á honum — og hún
stakk hann eins fast og
hún mögulega gat. An-
ton rak upp öskur — og
missti buxurnar úr
höndum sér.
Þetta var nógu bölv-
að, en þetta var samt
aðeins upphafið á vand-
ræðum aumingja An-
tons. Vindurinn þreif
buxurnar hans og feykti
þeim inn um gluggann
á hraðlest, sem einmitt
þurfti að fara framhjá
í þessu, og þær höfnuðu
á herðunum á einum
lestarþjóninum. Það
var ennþá talsvert
slangur af býflugum í
buxunum, og þær tóku
til við að stinga þjón-
inn og þá af farþegun-
um, sem þær komust í
færi við. Svo rækilega
stungu þær, að einn
farþeganna greip til
neyðarhemlanna, með
þeim árangri að lestin
stöðvaðist svo snögg-
lega, að hemlarnir of-
hitnuðu og kveiktu í
einum járnbrautarvagn-
inum. Það liðu þrír
tímar áður en lestin
gat haldið ferð sinni
áfram.
Þegar til Budapest
kom, var hinn buxna-
lausi Anton gripinn og
færður í ofboði á geð-
veikrahæli, þar sem það
tók hann þrjá daga að
koma læknunum í skiln-
ing um, að ógæfa hans
ætti rætur sínar að
rekja til býflugna en
ekki til geðbilunar!
Ung stúlka í Sitting-
bourne í Kent lærði
það líka í hinum stranga
skóla reynslunnar, að
jafnvel „fyndnustu"
óhöpp eru ekkert
skemmtileg ef þau
bitna á manni sjálfum.
Hún var úti að verzla
og steig andartak út af
gangstéttinni, og í
sömu svifum kom bíll
aðvífandi. Og það skipti
engum togum, að einn
hurðarhúna bílsins
kræktist í pilsið stúlk-
unnar og svipti því af
henni!
Bandaríkjamenn
státa af margs konar
metum, og óneitanlega
virðast þeir eiga metið
í þeim efnum, sem hér
eru til umræðu. Sagan
er ótrúleg, en hún er
dagsönn.
Henry Butler í Jack-
sonville í Florida var
að snæða morgunverð,
þegar feiknstórt hjól-
sagarblað kom á fleygi-
ferð í gegnum vegginn,
sagaði eldhúsborðið fim-
lega í sundur og hvarf
suðandi og hvínandi
gegnum hinn vegginn!
Sagarblaðið hafði slitn-
að upp af legufærum
sínum í sögunarmillu í
grenndinni.
Hér er önnur saga frá
Bandaríkjunum. Her-
prestur einn efndi til
spurningaþáttar í
skemmtiklúbb her-
manna í Washington.
Sigurvegarinn átti að
fá ókeypis landssíma-
samtal heim til sín.
Maður að nafni Robert
Baker sigraði. Foreldr-
ar hans bjuggu í Lous-
siana. Hann hringdi —
og vakti þau rétt nógu
snemma til þess að
bjarga þeim frá því að
láta lífið vegna bilunar
á gasæð í eldhúsinu.
Mörg óhöpp eru í
senn ótrúleg, sársauka-
full og — pínulítið —
fyndin. Þannig segir
bandarískur læknir frá
því, hvernig fór fyrir
ágætri húsmóður, sém
ætlaði að flengja dreng-
inn sinn fyrir óþægð.
Hún var komin með
hann yfir hnén og peyi
átti von á því á hverri
stundu að fyrsta höggið
félli.
Nema hvað það varð
ekkert úr því. Þegar
móðirin lyfti hand-
leggnum, fór hún úr
axlarliðnum!