Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
En sögusmetturnar höfðu eigin
svör á reiðum höndum: Við öfluð-
um peninganna með alls konar
„fjárglæfrastarfsemi“. Við Paul
vorum sökuð um að verzla með
bifreiðir, sem var illfáanleg vara í
stríðslok. Svo áttum við að hafa
fært okkur upp á skaftið og byrjað
með gull, demanta og penicillin.
Og svo fór að lokum, að ég var
ásökuð um að selja ópíum.
Allt slúðrið og allur rógurinn var
til þess gerður að koma Papa í
óþægilega aðstöðu og valda honum
vandræðum. Ég ákvað því að sækja
miklu færri opinberar veizlur, sýn-
ingar og frumsýningar en áður til
þess að binda endi á slúðrið og róg-
inn. Ég ákvað því að auka þekk-
ingu mína á flugi til þess að hafa
nóg fyrir stafni.
í marz 1948 var mér veitt vott-
orð um einkaflugnám byrjenda,
sem þarf til þess að öðlast réttindi
sem einkaflugmaður í Frakklandi.
Ég fékk svo víðtækari flugréttindi
6 vikum síðar. Flestar þær flugvél-
ar, sem mig langaði til þess að
fljúga, voru í eign flughersins. Því
ákvað ég að reyna að öðlast rétt-
indi sem herflugkona. Það var ekki
auðvelt að öðlast slík réttindi. Með-
al annars varð ég þá að læra list-
flug. Og þannig kynntist ég ein-
mitt Raymond Guillaume. Síðar
játaði hann, að hann hefði óttazt,
að löngun mín til þess að læra list-
flug væri aðeins duttlungar frægr-
ar konu úr samkvæmislífinu. En
hann er kurteis maður. „Allt í
lagi,“ sagði hann, þegar við vorum
kynnt. „Við getum reynt það.“
Venjulegir listflugtímar standa
yfir í 10—15 mínútur. En í fyrsta
reynsluflugi mínu á þessu sviði af-
nam hann allar tímatakmarkanir.
Við vorum á lofti í næstum heilan
klukkutíma. Við æfðum allar hin-
ar sígildu „kúnstir“ listflugsins. Og
síðan æfðum við þessar sömu
kúnstir „aftur á bak“ og á hvolfi
allt til enda.
Guillaume hafði stillt aftursýnis-
spegil sinn þannig, að hann gat
fylgzt með svipbrigðum mínum.
Og hann rabbaði stöðugt við mig í
talkerfinu, meðan hann gerði allar
þessar kúnstir, útskýrði fyrir mér,
hvað hann ætlaði að gera næst, og
spurði mig, hvort mér liði nokkuð
illa. Ég svaraði hverju sinni: „Þetta
er dásamlegt!"
Og það var sannarlega dásam-
legt! Þegar við fórum í fyrstu
lykkjuna og ég sá skyndilega sól-
gullna akrana koma í stað himins-
ins fyrir ofan höfuð mér, hefði ég
getað klappað saman höndunum af
einskærum fögnuði. En ég gerði
bara allt það, sem Guillaume ráð-
lagði mér að gera, og hélt varlega
um stýrisstöngina, reiðubúin að
fylgja hverri hans hreyfingu. Þeg-
ar við lukum lykkjunni, dembdi
Guillaume sér strax í hálflykkju
og svo strax á eftir í hálfveltu.
Jörðin hallaðist upp á endann,
himinninn fór á hvolf, sjóndeildar-
hringurinn þaut upp á við, hvarf
síðan og kom svo aftur í ljós og
sneri þá skáhallt.
Þetta líktist helzt algerlega nýrri
tegund af hljómfalli, sem ekkert
tónskáld hafði enn fundið upp.
Flugvélin söng, flugvélin dansaði,
og eftir hverja dýfu, veltu eða