Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 47
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL KANTARABORGAR
45
yrstii pílagrímana, sem
*[— lög'ðu leið sína að gröf
% T7 [•jí Tómasar Becket, tók
það rúma þrjá sólar-
hringa að ferðast hina
90 kílómetra leið frá
Lundúnum til Kantaraborgar. í dag
geta ferðamenn ekið þessa sömu
vegalengd á tæpum þrem klukku-
stundum. En síðasta spölinn liggur
leiðin enn eftir gamla pílagríms-
stígnum, sem bugðast upp eftir
Harbledown hæðinni, fram að efstu
beygjunni, þaðan sem dómkirkjan
birtist allt í einu og gnæfir yfir
borgina — sama útsýnið sem blasti
við guðhræddum og iðrunarfullum
pílagrímum löngu liðinna alda.
Með því að beita örlitlu hug-
myndaflugi má heyra þunglama-
legt fótatak, glamrið í beizlum hest-
anna og fjörlegar samræður, þegar
ferðamenn á miðöldum námu stað-
ar og horfðu niður í dalinn. Hér,
þar sem við erum nú stödd, stöðv-
aði Hinrik V. hest sinn áður en
hann reið áfram í átt að dómkirkj-
unni til þess að færa Guði þakkir
fyrir sigurinn við Agincourt. Hér
fór Játvarður I. um á leið til brúð-
kaups síns, og Hinrik IV. sína
hinztu för á líkbörum.
Um þessar mundir hafa farið
fram ýmiss konar hátíðahöld í til-
efni þess, að 800 ár eru liðin frá
markverðasta atburðinum í sögu
Kantaraborgar; morðinu á Tómasi
Becket 29. desember 1170. Meira en
milljón manna úr öllum trúar-
flokkum og af mismunandi þjóð-
ernum hafa farið pílagrímsferðir
til dómkirkjunnar, sumir til þess
að vera við minningar-hátíðahöld
Glermynd frá 13. öld af Thomasi
Becket. Hún er % glugga nálægt há-
altarinu í dómkirkjunni í Kantara-
borg, sem af mörgum er talin ein
fegursta gotneska bygging frá síðmið-
öldum.