Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 26
24
ykkar er mjög misskilinn maður.
Hann kom mjög vel fyrir hérna, og
fólk varð hrifið af honum.“
Sáttasemjari: Þegar forsetinn
setti á laggirnar nefnd á vegum
ríkisstjórnarinnar, er fjalla skyldi
um endi aðskilnaðarstefnunnar í
skólamálum, sem er mjög við-
kvæmt vandamál, útnefndi hann
varaforsetann sem formann nefnd-
arinnar. Án nokkurs bægslagangs
hefur Agnew markvisst unnið að
því að fá fólk til þess að fallast á
samskólun kynþáttanna. Hann hef-
ur hætt persónulegum vinsældum
sínum meðal ýmissa hópa manna í
þessari viðleitni sinni. Hann hefur
lagt áherzlu á, að þessu marki skuli
náð með sem allra minnstri trufl-
un hinnar opinberu fræðslu. Sem
deildarforseti Öldungadeildarinnar
hefur hann unnið í kyrrþey að
framgangi nýja flugskeytavarna-
kerfisins „Stateguard" og hefur
einnig stuðlað að því, að framleng-
ing hátekjuskattsins náði fram að
ganga í júlímánuði síðastliðnum.
SkæruliSi: Agnew er álitinn vera
í broddi fylkingar þeirrar viðleitni
Republikanaflokksins að ná meiri-
hluta beggja þingdeilda úr hönd-
um Demokrataflokksins í nóvem-
berkosningunum. Hann hefur verið
geysilega afkastamikill, hvað snert-
ir fjáröflun í sjóði Republikana-
flokksins. Fyrr á þessu ári kom
hann fram 15 sinnum opinberlega
á stuttu tímabili í þessu augnamiði
og er álitinn hafa náð þannig hálfri
þriðju milljón dollara í kosninga-
sjóð flokksins. Hann er einnig helzti
meðbiðill George Wallace um hylli
pg stuðning Suðurríkjanna og vinn-
ÚRVAL
ur að því, að ná þar undirtökun-
um.
Ræðumaður: Ræðumennska hans
e^r gerólík ræðumennsku tveggja
síðustu varaforsetanna. Agnew er
mjög hrifinn af stóryrðum og
flóknum setningum. Hann er ekk-
ert hrifinn af óskaplegum handa-
hristingi og axlaklappi. Hann forð-
ast að gerast mjög kumpánlegur.
Aðdáendum geðjast að honum,
vegna þess að hann segir það, sem
honum býr í huga . . . án nokkurra
undanbragða. Enginn annar hátt-
settur maður í þjónustu ríkisins
brýtur í jafnríkum mæli hverja
reglu í handbók stjórnmálamann-
anna um „orðagjálfur og innantóm-
ar yfirlýsingar". Hann hikar ekki
við að atyrða „foreldra, sem skjálfa
af hræðslu við börn sín og láta
undan hinum ósvífnustu kröfum
þeirra og duttlungum, og skólayf-
irvöld, sem láta nemendurna
stjórna, eða huglausa embættis-
menn, sem semja við þá um hinar
hlægilegu kröfur þeirra.“
Að hans áliti er þetta allt sam-
an algert brjálæði. Hann álítur, að
bót megi ráða á þessu ástandi, ef
„Bandaríkjaþjóðin neiti að semja“
og segi bara: „Nú er nóg komið!“
Hann hvetur foreldra til þess að
„vera ákveðna á heimilunum, jafn-
vel þegar erfitt er að segja nei‘.
Hann spyr: „Hvert er mál málanna
núna? í sem fæstum orðum sagt
er það þetta: Mun stjcifrn þessa
lands halda áfram að vera í hönd-
um kosinna embættismanna eða
mun hún verða dregin niður á
strætin?“
Þeir, sem álíta, að Agnew láti