Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
fárviðri ósamlyndisins. Það heldur
velli vegna þess, að það er aldrei
fyrirætlun okkar að ráða niðurlög-
um mótleikarans, líkt og persónurn-
ar í leikritinu „Hver er hræddur við
Virginíu Woolf?“ eða líkt og hjónin,
sem við þekktum eitt sinn (sem eru
reyndar ekki hjón lengur), sem
sneru sér hvort að öðru í miðju leik-
riti þessu og sögðu: „Og þau kalla
þetta að rífast!“ Hjónaband okkar
heldur velli, vegna þess að við segj-
um aldrei neitt, sem við getum ekki
hlegið að síðar meir, þegar við er-
um aftur með fullu viti. Það gildir
einu, hversu bálvond við verðum.
Við gætum þess alltaf að segja
ekki neitt, sem getur sært á varan-
legan hátt. Og það heldur velli,
vegna þess að við látum það. aldrei
undir höfuð leggjast að leita sætta
hvort við annað.
Slíkar sáttaumleitanir og sætta-
gerðir eru sjaldan mjög „formlegar“
athafnir á okkar heimili. Þegar ann-
að okkar er orðið þreytt á styrjöld-
inni og vill vingast að nýju. til-
kynnir það bara: „Ég skal hætta að
vera vondur (eða vond), ef þú vilt
hætta því...“ Og svo er því lokið
Ég skal viðurkenna, að þetta leysir
ekki hið upphaflega deiluefni, en
við getum þá oft ekki munað, hvert
það var í raun og veru.
Við höfum bæði hinar fegurstu
heitstrengingar, þegar allt er fallið
í Ijúfa löð eftir rifrildi, heitstreng-
ingar um að rífast ekki framar, þótt
hann komi of seint. Hann lofar því
að kvarta ekki framar, þótt ég noti
rakvélina hans. Ég lofa því að til-
kynna honum ekki, að hann hafi
ekki virt stöðvunarskyldumerki.
Hann lofar því að þegja yfir því,
að ég sé nýbúin að eyðileggja
steiktu eggin.
Og í heilan sólarhring eða jafn-
vel vel það svífum við um húsið,
stútfull af hinum fegurstu kenndum
umburðarlyndis og göfugmennsku,
algerlega sannfærð um, að við mun-
um aldrei rífast framar. Við erum
á sama máli um öll helztu vandamál
mannkynsins, eða er ekki svo? Nú,
um hvað þarf maður þá að vera að
rífast?
Það, sem gerir mörgu fólki svo svo erfitt að standast freistingarnar,
er sú staðreynd, að það vill ekki visa þeim algerlega á bug.
Franklin P. Jones.
Ungur vinur okkar í næsta húsi varð óskaplega hrifinn, þegar hann
stóðst inntökupróf í skólahljómsveitina, en hann lék á trombone. Eftir
nokkrar æfingar spurði ég hann að því, hvernig honum gengi og h-vort
hann drægist nokkuð aftur úr hinum strákunum, sem voru allir eldri
en hann. „Vel,“ sagði hann. „Það er nú enginn vandi. Stundum er ég
meira að segja búinn á undan iþeim.“
Mary Cloughessy.