Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
höfðum og hélt sígarettunni við loft-
gatið á hálsinum, svo að hann gæti
sogið reykinn niður í lungun.
Við ökum ekki í sportbílum hérna
á „7 — austur“. Við ökum á hiól-
tíkum á skurðstofuna og ef heppnin
er með, ökum við þannig inn á stof-
una okkar aftur. Það eru fleiri þorp
í ríki krabbameinsins. Niðri á 3 eru
lungun skorin burtu. Ég þakka
guði, að é ghefi ekki enn þurft^að
leggja leið mín þangað.
Asíubúi einn, sem sneri iheim eftir dvöl í Bandaríkjunum, lýsti amer-
ísku lífi á þennan hátt fyrir vinum sínum: „1 Ameriku er núna dálítið
nýtt, sem kallað er „stöðutákn“. Ameriskur maður verður að eiga
eina konu, tvo bíla, þrjú börn, fjögur heimilisdýr, fiimm jakkaföt, sex
ekrur lands, sjö lánstraustskort... og ihann er heppinn, ef hann á átta
cent í vasanum.“
Pat Werner.
1 blómabúð einni er miði með eftirfarandi áletrun festur við hvern
fræpakka: „AÐVÖRUN — Eftir að þér hafið sáð, skuluð þér taka á rás!"
Fjallagistihús eitt auglýsti á eftirfarandi ihátt: „Ef þér getið ekki
sofið vært i herbergjum okkar, þá er það vegna samvizkunnar."
Nú veður uppi alls konar gegnsær fatnaður I tízkuheiminum, og mætti
halda, að þessi þróun gæti orðið hættuleg fyrir efnalaugarnar. En efna-
iaugareigandi einn hefur séð við þeim möguleika, þvi að úti fyrir efna-
laug hans getur að líta þessa auglýsingu: „Gegnsær fatnaður hreinsaður
með Gluggó!“
Jarðarbúi lenti á Marz, og Marzbúi einn fór með honum í skoðunar-
ferð til þess að sýna honum, hvernig umhorfs var á plánetunni. Þar á
meðal sýndi hann honum færiband, þar sem verið var að búa til örlítil
eyru, örlítil augu og alls konar aðra líkamshluta og líffæri smábarna.
Jarðhúinn sagði þá ivið Marzbúann. „Þannig búu-m við nú ekki til
börn á Jörðinni." Og svo útskýrði hann fyrir honurn framleiðsluaðferð
Jarðarbúa.
Marzbúinn -hlustaði gaumgæfilega á hann og hrópaði svo upp yfir
sig: „Nei, er það ekki sniðugt! Það er einmitt þannig, sem við búum
til bíla.“
Merv Griffin.
Nú er mi-kið vandræðaástand í kvikmyndaiðnaðinum. Enginn undir
átján ára aldri má sjá myndirnar, og enginn yfir fertugt getur étið
poppkornið.
Bill Vaughan.