Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 43
BURT BACHARACH.. .
41
hann eitt af lögum sínum fyrir hana.
Hún varð stórhrifin og sendi eftir
Frank Sinatra. En hann reyndist
ekki hafa neinn áhuga á lögum
þessum. „Þú sérð eftir þessu síðar,“
sagði hún. „Einhvern tíma áttu eft-
ir að biðja hann um að semja lag
íyrir þig.“ Og hefur hann gert það?‘‘
spurði ég Bacharach. „Já,“ svaraði
hann.
Marlene Dietrich kallaði hann
„tónskáld allra“. Sú staða hefur
gert hann mjög auðugan. Hann
hefur efni á því að eiga 6 veðhlaupa-
hesta. Þar að auki á hann tvö veit-
ingahús, bílaþvottastöð, búgarð með
500 nautgripum og heilmikið af
fasteignum úti um allar trissur.
„Peningarnir veita mér frelsi til
þess að vinna að því, sem ég sjálfur
kýs,“ segir hann, „og vinna að því
á þann hátt, sem ég sjálfur kýs. Það
er gildi þeirra“. Það er orðin alger
árátta hjá honum að stefna sífellt
að meiri fullkomnun og gera sig
ekki ánægðan með annað en það
bezta í listsköpun sinni. Þessi árátta
væri sjálfsagt ekki eins rík í hor.um,
ætti hann ekki svona mikla peninga.
Hann talar fremur lágt og rólega.
Hann er hláturmildur og hlýr í við-
móti. Hann dregur sig ekki í hlé frá
fóiki. Hann er sem rómversk kapp-
reiðahetja, sem lítur á hljóðfæra-
leikarana, er hann stjórnar, sem
hesta sína. Tónlist hans, þrungin
háttbundnum slögum lífsins, þrung-
in ofsa og eldi, er aðeins endur-
speglun af honum sjálfum, eirðar-
leysi hans og stöðugri leit að heill-
andi viðfangsefnum, sem geti kann-
ski á einhvern hátt sefað óþolin-
mæði hans.
r-------------------—-s
SJJfe JTJiSpS
UM SAUÐKINDINA
OG ÚLFINN
• Oft er misjafn sauður í
mörgu fé.
r-~> r-~>
9 Þangað man sauður lengst
er lamb gengur.
• Þar gætir sauður sauða,
sem enginn hirðir er.
• Ekki á saman á garða
gamall sauður og lamb.
• Hver sauður er svartur í
myrkri.
• Sjaldan rekur einn úlfur
vel annars erindi.
• Tekur úlfur af töldum
sauðum.
• Oft er úlfur í ekkju fé.
• Margur hylur úlfinn und-
ir sauðargærunni.
V_______________________________/