Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 79
Sjóræninginn
í fuglabúrinu
Englendingurinn Jolvn Norcross
lifði stormasömu lífi.
Hann gerðist sjórœningi og
sat hvað eftir annað í fangelsi.
I hvert skipti tókst honum
að sleppa, þar til hann
kom sjálfur með þá hugmyncl
að láta loka sig inni í
risastóru fuglabúri.
ebrúarnótt árið 1719
var Tordenskjold á
ferð úti fyrir Dragör
á aðmírálsskipi sínu.
Þeir höfðu orðið varir
við bát, sem stefndi í
átt að skánsku ströndinni, sem þá
var óvinasvæði í styrjöld Norður-
landanna. Það virtist augljóst að
þarna voru sjómenn að smygla far-
þega, og sjóhetjan hrópaði persónu-
lega til þeirra hárri, skipandi röddu
um að stöðva siglingu sína.
Farþeginn, maður um þrítugt
með virðulegt útlit, var neyddur til
þess að fara um borð til Torden-
skjold, og kom fljótt í ljós, að hann
hafði engin skilríki með sér. Hann
skýrði hins vegar frá því, að hann
væri franskur kaupmaður, og að
hann hefði lent í skipsstrandi við
Vestkysten, en þar hafði honum
Menn komu
langt aö til að
skoöa Jiennan
merkilega
fanga, sem hélt
viröuleik
sínu/m fram á
síöustu stundu.
verið hjálpað til þess að komast til
Kaupmannahafnar, og hann hefði
nú verið á leið til Svíþjóðar í verzl-
unarerindum.
Það er ekki kunnugt hvort Tord-
enskjold hefur trúað þessari sögu,
síðar sannaðist það hjá yfirvöldum
í landi, að maðurinn sagði satt um
það, að hann hefði lent í strandi
við Vestkysten. En þar sem hann
76
— Víkingur —
hafði engin skilríki, var hann sett-
ur undir umsjá virkisstjórans í
Holmen til þess að byrja með.
Tordenskjold hafði í þetta eina
skipti látið leika á sig. Að vísu
hafði hann tekið manninn til fanga,
en hefði honum verið ljóst, að
þetta var sænski sjóræningjafor-
inginn John Norcross, hefði hann
örugglega gert aðrar ráðstafanir.
Norcross var víðkunnur sem hin
miskunnarlausa svipa hafsins, sem
hafði veitt dansk-norska flotanum
margar skráveifur, og hældist mjög
um af þeirri staðreynd, að engum
hefði enn tekizt að halda sér í
fangelsi.
John Norcross var af gamalli
enskri aðalsætt. Hann var fæddur
1688 og það varð eins og táknrænt
77