Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
allt frá því augnabliki að við gift-
umst. Um hvað er ekki hægt að ríf-
ast, þegar öllu er á botninn hvolft.
Við erum enn algerlega sammála
um helztu vandamál mannkynsins.
En hvað um það? Þá eru samt eftir
önnur vandamál, svo sem fatnaður,
matartilbúningur, akstur, kynferð-
ismál, peningar, tengdafólk, börn
og einnig það vandamál, hvor megi
fyrst fá að lesa dagblaðið. Og það
er ekki hinn minnsti möguleiki á
því, að þetta ófriðarástand muni
ekki vara.
Ég hafði ekki ætlað því að fara
þannig. Ég tilkynnti oft fólki í hinu
mikla sakleysi tilhugalífstímabilsins,
að hjónaband okkar mundi ein-
kennast af skynsamlegu viðhorfi
þroskaðs fólks. Ég sagði, að við
mundum leysa hvern hugsanlegan
minni háttar ágreining á mjög skyn-
samlegan hátt og láta hann ekki
raska sæluró hins daglega lífs oklc-
ar. Þá átti að grípa til viðræðna, er
byggjast skyldu á rökum og aftur
rökum fullkominnar rökvísi. Þetta
var alveg prýðileg áætlun.
Því miður var hún víðs fjarri
veruleikanum. Ég komst að því í
brúðkaupsferðinni, að veruleikinn
var fólginn í því að verða að lána
honum hárburstann minn eða að
hann fór að gera veður út af því, að
ég skildi handsápuna eftir í hand-
lauginni fremur en í sápuskálinni. í
fullri hreinskilni sagt, þá gerði ég
mér bara ekki grein fyrir því, að við
hefðum í rauninni sérstakt viðhorf
gagnvart hárburstum eða sápuskál-
um, en það höfðum við sannarlega.
Við höfðum einnig sérstakt einstakl-
ingsbundið viðhörf gagnvart því,
hvernig húa skal um rúm, gagnvart
máltíðum, sem bornar eru fram á
pappadiskum, gagnvart því hvort
plöturnar eru settar aftur í plötu-
umslögin eða ljósin slökkt. Reynsl-
an hefur sýnt, að við höfum sérstak-
ar, einstaklingsbundnar skoðanir á
ótal hlutum, sem voru að okkar áliti
allt of lítilfjörlegir til þess að við
hugsuðum um þá, fyrr en við fórum
að búa nótt og nýtan dag með ein-
hverjum, sem hafði ekki einnig okk-
ar kæru skoðanir á þessum hlutum.
Hann álítur, að 20 stig séu hæfi-
legur húshiti, en ég álít, að það séu
29 stig.
Hann álítur, að öruggur akstur-
hraði á New Jersey-hraðbrautinni
sé 90 mílur á klukkustund, en ég álít
að það sé 45 mílur.
Hann álítur, að það sé ónauðsyn-
iegt að bóka útgefnar ávísanir á
stubbana í ávísanaheftinu. En ég
álít, að slík vanræksla verðskuldi
dauða í rafmagnsstólnum.
Hann álítur, að ég ætti að hætta
símtalinu, þegar hrísgrjónin eru að
brenna við og Anthony hefur kast-
að einhverju þungu leikfangi í Al-
exander. En ég álít, að það sé ó-
mannlegt að fara úr símanum, þeg-
ar bezta vinkona manns er að út-
hella hjarta sínu yfir því, hvernig
m.álararnir fóru með borðstofuna
hennar.
Önnur meiri háttar opinberun að
brúðkaupi loknu var sú staðreynd
að enda þótt eiginmanni og eigin-
konu kunni að þykja vænna hvoru
um annað en nokkra aðra mann-
eskju í víðri veröld, geta þau einnig
verið ruddalegri og smásálarlegri
hvort við annað en við nokkra aðra