Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
sauðmeilausum rottum, breyttu
þeim í verstu morðingja.
Ymsir vísindamenn álíta, að lít-
ið magn alkóhóls geti valdið of-
beldishneigð meðal manna. Þeir
segja, að heilalínurit sumra manna,
sem aðeins hafi drukkið tvö glös
séu mjög lík heilalínuritum manna
sem þjást af ofsafengnum brjálæð-
isköstum, og oft enda með glæp-
samlegum verknaði, sem maðurinn
man svo alls ekki eftir að hafa
framið.
„Flestir, sem fá ofsafengin köst
eftir að hafa drukkið nokkurt vín-
magn, hafa orðið fyrir höfuðmeiðsl-
um, sem að öllum líkindum hafa
skaðað heilann,“ segir dr. Thomp-
son, sem lengi hefur fengizt við
þessar rannsóknir.
Þá eru nú gerðar mikilvægar at-
huganir á þeim hluta heilans, þar
sem talið er að sé sú heilastöð, sem
stjórnar reiði, grimmd og öðru of-
beldisfullu atferli manna og dýra.
Margt bendir til, að stöð þessi sé í
hinu svonefnda limbic kerfi heil-
ans, sem er í nánu sambandi við
kenndir og hvatir, eins og matar-
löngun og kynlöngun.
Limbic kerfið er staðsett neðar-
lega í heilanum nokkurn veginn
fyrir miðju hans, og í ljós hefur
komið, að því er mjög hætt við að
skaddast við slysfarir. Athuganir á
fólki, sem lenti í bifreiðaslysum og
gera þurfti heilauppskurð á sýndu,
að heilaskemmdin var oftast í
limbic kerfinu.
En það eru ekki aðeins slys, sem