Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 29
SPIRO T. AGNEW...
27
hann verið Demokrati, en hann
sneri sér að Republikanaflokknum
eftir miklar og langar viðræður við
Lester Barrett, sem er nú dómari
í Baltimorehreppi. Agnew fékk
miklar mætur á honum, er hann
starfaði fyrir hann um hríð við
lögfræðistörf. Árið 1957 var Agnew
skipaður meðlimur Áfrýjunar-
nefndar Baltimorehrepps. Fimm ár-
um síðar hlaut hann kosningu sem
sveitarstjóri Baltimorehrepps vegna
þess að það skapaðist ekki sam-
staða innan Demokrataflokksins í
kosningu þessari. Svipuð klofning
innan Demokrataflokksins árið 1966
gerði Agnew að fylkisstjóra Mary-
landfylkis, og var hann fimmti
fylkisstj óri Republikanaf lokksins
þar í fylki.
HEILLAVÆNLEG „MISTÖK“
Svo hófst aðalfundur Republi-
kanaflokksins suður í Miami Beach
árið 1968. Agnew hafði fljótt gerzt
stuðningsmaður Rockefellers sem
tilvonandi forsetaefnis flokksins.
Og hann hafði vakið athygli lands-
manna vegna þeirrar hreinskilni
og ákveðni, sem hann sýndi for-
vígismönnum negra eftir kynþátta-
óeirðirnar í Baltimore árið 1968, en
þá komst hann meðal annars svo
að orði: „Eg get ekki trúað því, að
eina svarið við hvítri kynþátta-
ofstækisstefnu sé svört kynþátta-
ofstækisstefna." Áður en aðalfund-
urinn hófst, ákvað Agnew að styðja
heldur Nixon í stað Rockefellers
sem væntanlegt forsetaefni flokks-
ins. Og hann reyndi árangurslaust
að fá fylkisstjórana James Rhodes
í Ohiofylki og George Romney í
Michiganfylki ásamt sendinefndum
fylkjanna á sitt band í þessu máli
til þess að tryggja Nixon meiri-
hluta strax í fyrstu kosningunni.
Nixon vann útnefningu sem for-
setaefni án stuðnings sendinefnda
Ohiofylkis og Michiganfylkis. Og
hann valdi Agnew sem varaforseta-
efni til þess að reyna að koma á
sættum. Ráku þá ýmsar klíkur
bæði frjálslyndra og íhaldssamra
afla innan flokksins upp rama-
kvein mikil. (Strom Thurmond
þingmaður frá Suður-Karólínufyiki
réð því ekki, að Agnew varð fyrir
valinu, eins og lengi hefur verið
orðrómur um. Þeir þekktust varla
neitt). Við kvöldverð á veg-
um Republikanaflokksins í Wash-
ington nokkru síðar minntist for-
setinn á ásakanirnar um, að það
hefðu verið mikil „mistök“ hjá
hinum að velja Agnew sem vara-
forsetaefni. „Jæja, hafi þar verið
um mistök að ræða, er ég stoltur
af þeim,“ sagði Nixon. „Þessi vara-
forseti hefur staðið sig betur en
nokkur annar í gervallri sögu lands-
ins, að því er ég bezt veit.“
Agnew hliðrar sér hjá því að
svara spurningum um framtíðar-
áætlanir sínar og sýnir mikla var-
kárni í þeim efnum. Einn af glúrn-
ustu stjórnmálaráðgjöfum Nixons
komst nýlega svo að orði í þessu
efni, og það mátti heyra það á
honum, að hann var mjög undr-
andi: „Agnew er nákvæmlega
sama, hvort hann verði útnefndur
að nýju sem varaforsetaefni flokks-
ins í forsetakosningabaráttunni ár-
ið 1972. Honum finnst, að hann hafi