Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 84

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 84
82 ÚRVAL borg gat að vísu ekki framselt fanga til Danmerkur, en það var auðvelt að sjá í gegnum fingur með flótta, sem stefndi inn á danskt umráða- svæði. Ráðamenn í Kaupmanna- höfn voru ekki búnir að gleyma né fyrirgefa hinum slungna Norcross. í þetta sinn átti að gæta sjóræn- ingjans vel. Hann hafði tvisvar áð- ur sloppið frá þeim, en nú skyldi það ekki koma fyrir. En það kom fljótt í ljós, að þrátt fyrir ströng- ustu aðgæzlu var erfitt að halda Norcross innilokuðum. í kjallara Gluckstadhallar, þar sem fanginn var geymdur, urðu vaktmennirnir þess varir einn daginn, að honum hefði á einhvern furðulegan hátt tekizt að ná sér í nokkur hnífsbrot, og með þeim verið langt komin að sarga í sundur þau sveru bönd, sem hann var bundinn með. Síðar þegar verið var að flytja hann yfir Litla- belti, var hann allt í einu laus, og þó að hann yrði strax gripinn, tókst honum að rugga svo bátnum, að við lá að allir féllu í sjóinn. Það tókst án skakkafalla að koma honum til Kaupmannahafnar, þar sem hann var settur í „Kastal- ann“, og að þessu sinni var honum aldrei sleppt úr augsýn. Eftir lang- varandi yfirheyrslur var hann loks dæmdur í ævilangt fangelsi, og náðunarbeiðni konu hans var engu sinnt. Hann fékk þó góða með- höndlun, og voru- greiddir átta skildingar á dag til viðurværis. Norcross sjálfur var ekki í nokkr- um vafa um það, að honum myndi takast að sleppa út, og ræddi um það við vaktmennina hvenær sem hann lysti. Raunverulega var hann strax búinn að skipuleggja flótta sinn. Þessir átta skildingar áttu að vera til aukaþæginda, og hann kom því inn hjá vaktmönnunum, að uppáhaldsréttur hans væri salat, sem honum var strax veitt, ásamt olíu til þess að tilreiða það. Eng- inn veitti því athygli, að hann safn- aði olíunni í dós. Kvöld eitt afklæddi hann sig og smurði sig allan með sápu og olíu og lét síðan herðaslá sína lauslega yfir herðar sér. Þegar vaktstjórinn kom, fékk hann höfuðhögg, en Nor- cross hélt af stað út úr kastalanum. Verðir urðu á vegi hans, en þeim tókst aðeins að halda eftir herða- slánni. Eins og fyrr kastaði hann sér í kastalasíkið, en einum varð- mannanna tókst að grípa í hár hans. Flóttatilraunin, sem varð hans síð- asta, misheppnaðist. En þrátt fyrir þetta missti hann ekki móðinn. Þó að vaktmaður væri nú látinn sitja inni í klefan- um hjá honum allan sólarhringinn, sagði hann, að þó að þeir birgðu sig inni í fuglabúri, skyldi hann samt sleppa. Þetta kom til eyrna Friðriks 4. og konungurinn ákvað að láta útbúa slíkt búr inni í stóru herbergi og loka Norcross þar inni. Búrið var byggt úr þykku timbri og tengt saman með sterkum járn- slám. Það náði alveg til lofts, og var aðeins opnað af mjög háttsett- um foringja, þegar þurfti að gera hreint undir sterkri varðgæzlu. f miðju búrinu var Norcross hlekkj- aður við' þykka járnstöng. Honum var réttur matur í gegnum smá- lúgu og utan við búrið voru stöð- ugt fjórir hermenn á verði. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.