Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 125
Allir íbúcirnir í landi krabbameinsins minna hver á annan elcki
vegna þess að þeir gangi eins klœddír, heldur af þvi
að fólk, sem í örvæntingu grípur síðasta liáhn-
stráið, fær allt sama þjáningarsvi'pinn.
Ljót staðreynd
úr landi
krabbameinsins
A
*
*
*
*
í**** n hvað það er allt heil-
brigt og glatt unga
fólkið í töfralandi síg-
ar ettu- auglýsinganna
og hvað því líður öllu
vel í hraðbátunum sín-
*
*
*****
um og skemmtiferðabílnum og hvað
það er allt duglegt og vel liðið á
vinnustaðnum. Sólin skín, andvar-
inn hressir, og allt er ferskt og frísk-
legt. Og er nokkuð eins heillandi
söluhæft eins og útitekið stúlku-
andlit með hvíta sígarettu milli
rauðra vara. Ég þekki annað land.
Þeir snúa fáir aftur, sem fara þang-
að. í þessu skuggalandi eru engir
ungir, þjálfaðir íþróttamenn, engar
yndislegar, brosandi stúlkur. Allir
íbúar þess minna hver á annan, ekki
vegna þess, að þeir gangi eins
klæddir, en aðallega af því, að fólk,
sem í örvæntingu grípur í síðasta
hálmstráið, fær allt sama þjáning-
arsvipinn. — Landið, sem ég ræði
um, er ríki krabbameinsins. Ég var
þar. Ég er 44 ára gamall, kvæntur
og á tvö ung börn. Árið 1963 var ég
í góðri stöðu og hafði há laun i
tryggingarstofnun, og framtíðin
brosti við mér. í maí það ár fór mér
að verða erfitt um að kyngja og
læknirinn sagði, að ef það lagaðist
ekki, gæti ég fengið tilvísun til sér-
fræðings í hálssjúkdómum.
Þetta lagaðist ekki. Ég var sendur
til sérfræðings, hann hélt, að það
væri frá augunum og komst að sömu
niðurstöðu í október. Loks var ég
sannfærður um að eitthvað alvar-
legt væri á seyði og í janúar lét ég
leggja mig inn á sjúkrahús til rann-
sóknar. Læknirinnþar sagði, að ég
hefði krabbamein í hálsinum. Fyrsta
hugsun mín var sú, að nú myndi ég
— Heimili og skóli —
123