Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
tundri, og eldunarholan var full af
vatni. í öðrum tjaldbúðum löguðu
Indíánakonurnar einar matinn, en
Indíánarnir bjuggu til gripi og fóru
í leik eftir föstum reglum. En þann-
ig var því ekki farið í Snákaholu.“
Haltu bara áfram, þusari, segðu
allt, sem þú veizt,' hugsaði ég með
sjálfri mér.
„í Snákaholu eyddi Indiánakonan
og Indíánarnir hennar mestöllum
morgninum við að reyna að kveikja
eld og að halda velli í óbyggðunum.
Þetta kann að hafa litið út sem til-
gangslaust basl við fyrstu sýn, en
við nánari athugun kom það í liós,
að allir Indíánarnir tóku þátt í öllu
þessu basli af líf og sál. Þetta var
í sannleika þeirra eigin tjaldbúðir.
Allt varð að lærast á erfiðan hátt...
af reynslunni. Það. getur verið, að
Svartfetaflokkurinn fari héðan án
þess að hafa hlotið nokkra viðbót-
arfræðslu um líf Indíánanna, en
hann heldur héðan burt með enn
dýrmætaíri feng, vitneskjuna um
raunverulega samvinnu og persónu-
leg afrek. Óttalausi leiðtogi, gakk
fram í hringinn og tak við verð-
laununum þínum.
Ég átti óskaplega erfitt með að
halda aftur af tárunum, þar sem ég
stóð þarna í miðjum hringnum á
milli Hlaupandi hindar og Hvíta
skýs.
Þegar fundinum var lokið, komu
litlu Indíánarnir til mín til þess að
kveðja mig. Þær föðmuðu mig að
sér. Ég held, að þær hafi haft
áhyggjur af því, hver mundi nú
gæta mín eftir að þeirra naut ekki
lengur við. Þegar ég gekk til Hvíta
skýs, tók ég eftir því, að tárin runnu
niður eftir fallega, brúna andlitinu
hennar. „Indíánar gráta ekki,“ sagði
ég- _
„Ég er ekki Indíáni lengur,“ sagði
hún. „Ég er bara lítil telpa.“ Það
var skrýtið, að mér skyldi ekki hafa
komið sú staðreynd í hug síðustu
dagan.
Það hefði átt að veita 12 viðbót-
arverðlaun þennan dag. —■ Verðlaun
fyrir tryggð og hollustu. Þær höfðu
aldrei komið upp um mig... ekki
ein einasta þeirra. Við höfðum allar
hegðað okkur alveg eins og allt
hefði farið. fram þessa viku ■— ná-
kvæmlega samkvæmt áætlun.
Leigubíllinn, sem ég var í, lenti næstum í árekstri. Ég sagði við bíl-
stjórann, að það virtist oft vera :mikið vafamál í New York, hver eigi
umferðarréttinn. Hið gáfulega svar .hans hljóðaði svo: „Frú, umferðar-
rétturinn er ekki eitthvað, sem maður á. Hann er iþað, sem einhver
veitir manni. Og ef einhver veitir manni hann ekki, þá á maður hann
sannarlega ekki!“
Ellen Moats.
Hlustaðu, því annars mun tuniga þin gera þig heyrnarlausan.
Málsháttur meöal amerískra Indíána.