Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
svamlaði í skorpunni, þvert yfir hyl-
inn og upp að klettsrótunum fyrir
fótum mér. Þar toguðumst við á
nokkra stund, unz línan hrökk í
sundur í hjólinu og skildi þar með
okkur. Ég setti á nýja línu og kast-
aði fyrir laxana, sem eftir voru, ■—
sá stærri þeirra tók, og enn fór sem
fyrr, línan slitnaði. Þriðji laxinn tók
að vísu líka, en þá reyndi ekki á
línuna. Hann renndi sér nær tafar-
laust á stein neðarlega í hylnum,
lamdi hausnum utan í hann og
spónninn hrökk úr kjaftvikinu á
honum.
Nú, hér er það, sem fyrirhyggjan
og ráðsnilldin koma við söguna. Það
kynni að flökra að e'nhverjum, að
heldur komi þau nú seint til skjal-
anna, en svo er ekki. Ég missti fisk
í Stekkjarfossi með nákvæmlega
sama hætti í fyrra og hugsaði þá
upp eftirfarandi ráð: Að hafa þræl-
sterka línu. Taka ekki strax á móti
fiskinum, heldur láta hann bara
svamla á færinu, en byrja strax á
því að skakklappast fyrir klettsnef-
ið. Klifra ekki, heldur renna mér á
sitjandanum ofan skriðuna og byrja
ekki að fást við fiskinn fyrr en
niðri á klappairflánmi. Þessi ráð
hugsaði ég upp árinu áður. Þau voru
þess vegna alls ekki síðborin. Hefði
ég ekki gleymt þeim í sumar, þá
hefði ég sennilega náð báðum fisk-
unum, kannski öllum þremur.
Eins og að líkum lætur, þá hef
ég mikla skemmtun af stangarveið-
inni, ella stæði ég ekki í þessum
mannraunum. í þessari stuttu grein
verður engin tilraun gerð t:l þess
að útskýra unaðssemdir þessa sports,
um þær hafa verið skrifaðar margar
bækur, þær beztu, sem ég hef lesið,
eru eftir Björn Blöndal í Laugar-
holti í Borgarfirði, og vísast fróð-
leiksfúsum lesendum hér með tii
þeirra rita. Tilgangurinn með þess-
ari ritsmíð er heldur ekki að hvetja
fatlað fólk yfirleitt til þess að leggj-
ast í stangarveiði, heldur sá að sýna
fram á, að fatlað fólk getur, innan
vissra marka, stundað sport við erf-
iðar aðstæður, ef það langar nógu
mikið til. Ég er sjálfsagt heppinn,
að það skyldi bara vera stangar-
veiði, sem mig langaði til að stunda
en ekki til dæmis skíðastökk.
Og að lokum þetta: Það er nú
staðfastur ásetningur minn, skyldi
ég bera til þess gæfu að festa enn
einu sinni í fiski í Stekkjarfossi
næsta vor, að muna þá baráttuað-
ferðina, sem ég upphugsaði í fyrra-
vor.
Reykjavík, 21. júlí 1969.
St. J.
Eigið þér kannski i vandræðum á golfvellinum yðar vegna golf-
leiikara, sem slóra við ihvert högg? Þá skuluð þér ihafa í huga skilti það,
sem Wollastongolfklúbburinn nálægt Boston ihefur komið upp rétt hjá
fyrstu holunni. A því stendur: HÆGUR LEIKUR ÓNAUÐSYNLEGUIt,
AÐEINS SÍÐUSTU FJÖRUM HOLUNUM E’R SJÓNVARPAÐ.
Sports Illustrated.