Úrval - 01.02.1971, Page 120

Úrval - 01.02.1971, Page 120
118 ÚRVAL svamlaði í skorpunni, þvert yfir hyl- inn og upp að klettsrótunum fyrir fótum mér. Þar toguðumst við á nokkra stund, unz línan hrökk í sundur í hjólinu og skildi þar með okkur. Ég setti á nýja línu og kast- aði fyrir laxana, sem eftir voru, ■— sá stærri þeirra tók, og enn fór sem fyrr, línan slitnaði. Þriðji laxinn tók að vísu líka, en þá reyndi ekki á línuna. Hann renndi sér nær tafar- laust á stein neðarlega í hylnum, lamdi hausnum utan í hann og spónninn hrökk úr kjaftvikinu á honum. Nú, hér er það, sem fyrirhyggjan og ráðsnilldin koma við söguna. Það kynni að flökra að e'nhverjum, að heldur komi þau nú seint til skjal- anna, en svo er ekki. Ég missti fisk í Stekkjarfossi með nákvæmlega sama hætti í fyrra og hugsaði þá upp eftirfarandi ráð: Að hafa þræl- sterka línu. Taka ekki strax á móti fiskinum, heldur láta hann bara svamla á færinu, en byrja strax á því að skakklappast fyrir klettsnef- ið. Klifra ekki, heldur renna mér á sitjandanum ofan skriðuna og byrja ekki að fást við fiskinn fyrr en niðri á klappairflánmi. Þessi ráð hugsaði ég upp árinu áður. Þau voru þess vegna alls ekki síðborin. Hefði ég ekki gleymt þeim í sumar, þá hefði ég sennilega náð báðum fisk- unum, kannski öllum þremur. Eins og að líkum lætur, þá hef ég mikla skemmtun af stangarveið- inni, ella stæði ég ekki í þessum mannraunum. í þessari stuttu grein verður engin tilraun gerð t:l þess að útskýra unaðssemdir þessa sports, um þær hafa verið skrifaðar margar bækur, þær beztu, sem ég hef lesið, eru eftir Björn Blöndal í Laugar- holti í Borgarfirði, og vísast fróð- leiksfúsum lesendum hér með tii þeirra rita. Tilgangurinn með þess- ari ritsmíð er heldur ekki að hvetja fatlað fólk yfirleitt til þess að leggj- ast í stangarveiði, heldur sá að sýna fram á, að fatlað fólk getur, innan vissra marka, stundað sport við erf- iðar aðstæður, ef það langar nógu mikið til. Ég er sjálfsagt heppinn, að það skyldi bara vera stangar- veiði, sem mig langaði til að stunda en ekki til dæmis skíðastökk. Og að lokum þetta: Það er nú staðfastur ásetningur minn, skyldi ég bera til þess gæfu að festa enn einu sinni í fiski í Stekkjarfossi næsta vor, að muna þá baráttuað- ferðina, sem ég upphugsaði í fyrra- vor. Reykjavík, 21. júlí 1969. St. J. Eigið þér kannski i vandræðum á golfvellinum yðar vegna golf- leiikara, sem slóra við ihvert högg? Þá skuluð þér ihafa í huga skilti það, sem Wollastongolfklúbburinn nálægt Boston ihefur komið upp rétt hjá fyrstu holunni. A því stendur: HÆGUR LEIKUR ÓNAUÐSYNLEGUIt, AÐEINS SÍÐUSTU FJÖRUM HOLUNUM E’R SJÓNVARPAÐ. Sports Illustrated.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.