Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 106

Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL mátti ekki fljúga innan þeirra. Því var það nauðsynlegt, að ég flygi eins nálægt þeim og unnt var, þeg- ar ég beygði. (Því lengra sem ég flygi frá þeim, þeim mun lengri yrði flugleið mín og því lengri flugtíma tæki flugið. Þannig mundu möguleikar mínir á því að hnekkja hraðametinu minnka talsvertl. Það var starf flugumferðarstjórans Francis Lionnets að segja mér, hvenær ég skyldi beygja og hve- nær ég skyldi þrengja beygjuna eða víkka hana. Hann gat „séð“ hin ákveðnu kennileiti á ratsjárskermi sínum. En ég gat aftur á móti áð- eins séð mælaborðið og svolitla rönd af himninum. Ég fór í nokkrar reynsluflugferð- ir eftir flugbraut þessari vikuna eftir komu mína til Istres. Það kom strax í ljós, að ég mundi geta hnekkt hraðameti Jacaueline Coch- rans, sem var 784.34 mílur á klukkustund, því að ég náði alltaf 1054 mílna hraða á flugleið þessari. En flugvélin gat gert enn betur, og það gat ég reyndar líka. En nú var orðinn stuttur tími til stefnu. Flug- herinn hafði lánað okkur þotuna í nákvæmlega eina viku. 22. júní var síðasti dagurinn, sem við höfðum umráðarétt yfir henni. Þann morgun gerði ég mitt ýtr- asta til þess að hnekkja metinu. Allt gekk stórkostlega vel, þangað til kom að því augnabliki, er ég skyldi hefja beygjuna yfir bænum Arles, sem var eitt af mínum kenni leitum. Ég flaug fyrir innan það kennileiti í stað þess að fljúga fyr- ir utan það, Flug þetta var því ógilt. Ég reyndi að fá mér lúr eftir hádegið, en mér kom varla dúr á auga. Og klukkan 4.30 vorum við öll komin aftur út á flugvöll. Nú skyldi síðasta tilraun mín hefjast. Ég klæddi mig í flugmannsbúning- inn. Flugtakið var ósköp venjulegt. Það hafði verið ráðgert, að ég hækkaði flugið og yki hraðann fyrst. Og þegar ég var komin upp í 20.000 fet, sprengdi ég hljóðmúr- inn. Brátt var ég komin í æskilega hæð, þ. e. 38.500 fet, hátt uppi í dimmbláu loftinu. Nú lagði ég aft- ur af stað til Istres, en þaðan hafði ég lagt af stað í flugið. Ég heyrði skipun flugprófunarverkfræðings- ins: „Settu afturbrennara í sam- band“. Vinstri hönd mín teygði sig eftir svarta handfanginu, sem mundi auka flugkraft þotunnar um 30%, og ýtti honum fast út á við. Ég fann geysilega hraðaaukningu samstund- is. Það var eins og mér væri hrint áfram. „Leið 245. Afturbrennari settur í samband," tilkynnti ég flugvallar- starfsmönnunum með hjálp fjar- skiptatækja minna. Og svo sagði ég við sjálfa mig: „Nú erum við að leggja af stað.“ Svo heyrðist rödd Lionnets. Hann fylgdist svo vel með mér í ratsjár- skermi sínum, að ekki skeikaði ein- um millimetra. „Asúr 21,“ sagði hann og notaði dullykilnafn mitt, „fimm gráðum til hægri. Þú ert nú 20 kílómetrum frá brottfararstaðn- um.“ Ég æddi beint áfram með 1240 mílna hraða og bensíngjöfina í botni. Augu mín flugu líka með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.