Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
sinn. Hann skoðar síðan nokkrar
eftirprentanir af málverkum og á
að segja til um, hvort draumurinn
hafi líkzt einhverri þeirra. Ef hann
velur nú úr þá mynd, sem sendand-
inn hugsaði um, eða myndina, sem
var í umslaginu á stólarminum
„hittir hann í mark“.
Við veigamiklar tilraunir, sem
gerðar voru 1968, voru draumar
móttakendanna ótrúlega oft í ná-
kvæmu samræmi við hugmyndirn-
ar af málverkunum, sem sendend-
urnir hugsuðu um. — Ungur piltur
sagðist hafa dreymt nokkrum sinn-
um stóra, gráa byggingu, sennilega
kirkju. „Lítil gömul kona,“ sagði
hann, „stóð fyrir framan kirkjuna."
En myndin, sem sendandinn hugs-
aði um, meðal pilturinn svaf, var
málverk Van Goghs „Kirkjan í
Auvers“. Myndin er af stórri grárri
kirkju og fyrir framan hana stend-
ur einmana kona.
Rithöfundi einum fannst hann
dreyma um píslarvættisdauða ein-
hvers manns. Hann heyrði kórinn
„Gefið þeim axir, gefið þeim axir“
úr óperunni Drengirnir frá Sira-
kusu. Myndin, sem sendandinn
hugsaði um, var af manni sem átti
að fara að hálshöggva.
Sálfræðing nokkurn dreymdi, að
hann sæi fólk byggja sér kastala
úr sandi. í öðrum draumi sömu
nótt, fannst honum hann skríða um
í sandi. Sendandinn hugsaði um
mynd, sem sýndi hóp af fólki
byggja sér sandkastala.
Nákvæmasta drauminn af hugs-
un sendandans, dreymdi mann
nokkurn í draumarannsóknarstofn-
uninni fyrir fáum árum. Myndin,
sem sendandinn hugsaði um og
sendi móttakandanum, var málverk
Van Goghs Bátar í fjöru. Strax í
fyrsta draumnum fannst mannin-
um hann „ganga á borðstokki skips
eða í fjöru eða við sjávarströnd.
Honum fannst hann sjá staðinn í
einhvers konar upphöfnu innra
ástandi, og datt strax Van Gogh í
hug“.
Fjöldi annarra drauma hefur
verið því næst eins nákvæmur og
þessi. Leigubílstjóra dreymdi aftur
og aftur um hnefaleikakeppni.
Myndin, sem sendandinn hugsaði
um, var af hnefaleikakeppni milli
þeirra Dempsey og Firpo.
Þegar draumarnir eru svona líkir
myndunum sem sendendurnir
hugsa um, eiga móttakendurnir yf-
irleitt ekki í neinum erfiðleikum
með að koma auga á samband
myndanna og draumanna. Þó kom
það fyrir í nokkrum tilvikum, að
móttakendunum gekk illa að átta
sig á sambandi draums og myndar,
jafnvel þótt starfsmenn stofnunar-
innar sæju strax tengslin milli
þeirra. I tilraununum, sem fram
fóru 1968, komu 64% móttakenda
þegar auga á sambandið á milli
drauma sinna og myndanna. Þessi
prósentufjöldi nær því varla að
vera tölfræðilega mikilvægur. Þeg-
ar dómarar stofnunarinnar athug-
uðu hins vegar myndirnar og
drauma þessara sömu móttakenda,
fundu 91% þeirra rétta mynd, er
þeir höfðu lesið lýsingar af draumn-
um. Þessi prósentufjöldi er töl-
fræðilega mjög mikilvægur. Ef um
tilviljun hefði verið að ræða, hefðu
líkurnar fyrir að finna rétta mynd