Úrval - 01.02.1971, Page 111
ÉG LIFI FYRIR FLUGIÐ
109
ari, og skipzt er á sögum og minn-
ingum um hinn látna, oftast hon-
um til hróss, en einstöku sinnum
sögum og minningum, sem sýna
hann í hlægilegu eða fáránlegu
ljósi. Þegar menn hafa lokið við að
snæða, hefur skapazt þannig and-
rúmsloft, að það er ekki lengur
rúm fyrir sorgina. Það er eins og
orðið hafi sprenging. Allir tala í
einu, allir segja sögur. Dauðanum
hafði að vísu tekizt að rjúfa ein-
ingu okkar litla hóps sem snöggv-
ast, en hún hafði endurfæðzt, sterk
og heit, meðan á máltíðinni stóð,
líkt og hinn látni félagi okkar væri
okkar á meðal enn einu sinni.
Enginn hefur lýst afstöðu okkar
tilraunaflugmannanna gagnvart
dauðanum betur en Yves Brunaud,
einn af hinum mörgu félögum mín-
um, sem látizt hafa við störf sín í
loftinu. Tveim eða þrem árum fyr-
ir dauða sinn gerði Brunaud erfða-
skrá. Og fegurð og einfaldleiki
þessa plaggs eru að mínu áliti
beztu minnismerkin, sem reist hafa
verið í minningu þeirra, sem þann-
ig hafa dáið en eru samt enn svo
lifandi. Það hljóðar svo:
„Hvernig svo sem dauða minn
kann að bera að höndum, bið ég
þess, að fjölskyldu minni verði hlíft
við ömurleika langrar, opinberrar
jarðarfarar með tilheyrandi við-
höfn.
Eg bið þess, að mínar jarðnesku
leifar verði fluttar sem fyrst til
heimilis míns og þeim siðan veitt
hin einfaldasta kristilega greftrun.
Ég bið þess, að vinir mínir og fé-
lagar taki þessu ekki sem móðgun
við hefðbundin tákn um auðsýnda
samúð, heldur sem ósk um að mega
snúa aftur til friðsældar fjölskyldu-
lifsins, sem ég hef alltaf elskað
framar öllu öðru.
Ég bið þess, að einkum þeir, sem
bænina þekkja, biðji fyrir mér, og
að þeir, sem þekkja hana ekki,
muni leita hennar.
Ég bið þess, að allir þeir, sem ég
kann að hafa sært með ofríki, af-
skiptaleysi eða veiklyndi, muni
veita mér fyrirgefningu sína í slík-
um mæli, að þeir biðji Guð um að
veita mér fyrirgefningu.
Það er ósk mín, að allt, sem ég
á, gangi til eiginkonu minnar og
megi þannig hjálpa henni til þess
að ala börnin okkar upp á þann
hátt, að þau verði þess háttar menn
og konur, sem eru þeSs verð að
kallast það.“
Það er andi slíkra manna sem
Brunauds, er færir mér heim sann-
inn um, að flugið er sífellt krafta-
verk og gleðiuppspretta. Töfrar
þess eru eins ómótstæðilegir fyrir
mig núna og þeir voru, er ég hóf
mig til flugs fyrsta sinni. Og ég
fyllist innilegri gleði við tilhugs-
unina um, að farist ég við störf
mín, muni félagar mínir geyma
minninguna um mig í hjarta og
hug. Á meðan til verða tilrauna-
flugmenn, verð ég einn þeirra . . .
og í góðum félagsskap.