Úrval - 01.02.1971, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
fannst éndalaus, komum við að
opnum velli. Þar stóð bjálkakofi og
fjöldi Indíánaguðastaura. Stórvax-
in kona, sem líktist helzt liðþjálfa í
öllu fasi og raddblæ, rétti upp hönd-
ina með valdsmannssvip, svo að
öskrandi stelpurnar þögnuðu allar
sem ein á stundinni. Hún tilkynnti
ósköp rólega: „Það er búið að brjóta
saman seglin ykkar á réttan hátt.
Gætið þess að setja gólf í tjaldbúð-
irnar ykkar. Það hefur orðið vart
við eitureik á svæðum númer 422,
668 og 669. Það gleður ykkur áreið-
anlega, að nautssnákarnir hafa al-
veg ráðið niðurlögum skröltorm-
anna. Gjörið svo vel að gera nauts-
snákunum ekkert mein. Við höfum
núna 14 snáka hérna á tjaldbúða-
svæðinu. Náið í birgðirnar ykkar
og flýtið ykkur á „powwow“ (Indí-
ánaumræðufund).
Ég hafði ekki skilið helminginn
af því, sem hún sagði. En það, sem
ég skildi, gerði mig alveg dauð-
hrædda .Nú veit ég, hvers vegna
farið er með mann í langferðabíl til
útilegutjaldbúðanna. Það er gert til
þess, að maður komist ekki burt
aftur af sjálfsdáðum.
Ég elti hinar mæðurnar (héreftir
kallaðar „Squaw“, þ.e Indíánakon-
ur) að herbergi, sem merkt var með
skiltinu „Birgðir“. Mér var rétt fullt
fangið af einhverju óhreinu drasli.
Ég draslaði þessum fjársjóðum að
, ,pow wowt j aldi nu (f undat j aldinu)
á bak við bjálkakofann. „Liðþjálf-
inn“ var að romsa þar upp úr sér
reglum, skyldustörfum og leiðbein-
ingum um staðsetningu salernanna.
Svo kom banahöggið: Hún tilkynnti,
að við fengjum ekki að vera með
okkar eiginskátaflokkum, heldur
yrði skipt um. Ég var því í þann
veginn að hætta mér inn í myrkviði
snáka og annarra hættulegra fyrir-
brigða með 12 ókunnugar stelpur í
eftirdragi!
Og þarna stóðu þær ... tólf níu
ára „Indíánar“ í bláum gallabuxum
og strigaskóm og með hárið bundið
í tagl... og þegar alveg ævintýra-
lega óhreinar.
„Jæja, hvað gerum við þá?“
spurði ég. Ég varð að herða upp
hugann til þess að koma þessum
orðum út úr mér.
„Við finnum okkuir tjaldbúða-
stæði og setjum upp seglið," sagði
þaulvön „útilegukona“ með leiftur
í augum.
Ég fann til svolítillar óþæginda-
kenndar, en alls ekki til neinnar
ofsahræðslu. „Allt í lagi, hvernig
væri að tjalda hérna alveg við hlið-
ina á kofanum?“ spurði ég.
Það kvað við hlátur. „Mikið ertu
annars fyndin, ungfrú Mickey.“
Það fannst mér sannarlega ekki.
Þær teymdu mig á eftir sér eftir
stíg, sem hvarf að síðustu einhvers
staðar langt inni í myrkviðnum. Svo
komu þær að fúnum trjábol, eftir
að við höfðum gengið margra mílna
veg. Þær tilkynntu mér, að þetta
væri alveg öndvegisstaður. Nú, ekki
var ég nein manneskja til þess að
bera brigður á það. Þar að auki var
ég alveg örmagna eftir að hafa
draslað þessu fjandans segli alla
þessa óraleið.
Ég reyndi að komast til botns í
því, hvað þetta segl væri í raun og
veru, meðan litlu „Indíánarnir"
mínir tólf stökktu öllu kviku á