Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 3
FORSPJALL
r
HANN RAUF skarð í þann vegg
fjandskapar, sem þeir höfðu reist
gegn honum. Smátt og smátt fengu
þeir aukinn áhuga á honum og virð-
ing þeirra fyrir honum óx.
„Mig langaði aðeins til að vita,
hvers vegna ég er hafður hér,“
sagði hann við unga verði sína,
klœdda verkamannafötum. „Hvert
er markmið hreyfingar ykkar og
hver vonizt þið eftir, að uppskera
ykkar verði?"
Hann spurði þá í fullri einlægni,
og dag einn var enskumœlandi
skæruliði sendur til hans að útskýra
fyrir honum stöðu þeirra:
„Aðeins 2500 manns, eða þar um
bil, stjórna öllum viðskiptum og
eignum Uruguay. Þetta fólk er líka
alls ráðandi um stjórn landsins og
ríkir með ofbeldi. Við verðum að
velta úr sessi þessu veldi hinna fáu
og koma á fót sósíalísku samfélagi.
Við verðum að rjúfa eignarrétt auð-
hringa á öllu landi okkar og þjóð-
nýta eignir útlendinga í landi okk-
ar.“
Hann spurði þá fangaverði sína:
„Hvers vegna reynið þið ekki að
leita eftir endurbótum með krafti
atkvæðisréttarins, en án þess að
beita ofbeldi?"
„Óframkvæmanlegt,“ sögðu þeir
við hann. „Við höfum reynt til
þrautar allar friðsamlegar leiðir, og
núna er ekki um annað að rœða en
að velta stjórninni úr sessi!“
ÞESSAR ATHYGLISVERÐU sam-
ræður eru teknar úr grein, sem birt-
ist í þessu hefti Úrvals, og fjallar
um 65 ára gamlan bandarískan vís-
indamann, Claude L. Fry að nafni.
Hann fór til Uruguay samkvœmt
beiðni stjórnvalda þar í landi, en
dag nokkurn rœndu Tupamaros-
skœruliðar honum. Þeir höfðu hann
í haldi sjö mánuði við hinar verstu
aðstœður og aðbúnað. Dvölin varð
honum hrein martröð.
ÞESSI ATHYGLISVERÐA frásögn
beinir huganum að fjölmörgum
uppreisnum og óhœfuverkum, sem
unnin hafa verið í seinni tíð í skjóli
ofbeldis. Það er ekkert nýtt í sög-
600,00. I lausasölu krónur
Myndamót: Rafgraf hf.
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf.,
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf
V