Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
greip gaffal og stakk hann í and-
litið með honum. Meðfangar mínir
hefðu aldrei virt mig, ef ég hefði
ekki gert þetta. Alla mín ævi he£
ég gert mér grein fyrir því, að mað-
ur ætti að gera það við aðra, sem
maður vill að þeir geri við mann,
en maður verður bara að verða fyrri
til að gera það. Bíði maður eftir
því, að aðrir geri eitthvað við mann,
þá lifir maður það kannski ekki af.
Upp frá þessum atburði, kvissað-
ist það út, að það væri betra að láta
þennan strák, hann Zoo, í friði.
Fangavörðurinn stakk mér í ein-
angrunarklefa. í honum var ég í
um 63 daga. Allir héldu, að ég
mundi alveg fara í rusl. Þetta er
eitt í fari hvíta fólksins, sem mér
laerðist að skilja. Þegar það heldur
að maður sé veikbyggður og veik-
geðja notfærir það sér það og beitir
manni órétti. Ég sagðist því ætla að
ganga út úr einangrunarklefanum
á sama hátt og ég gekk inn í hann..
brosandi út að eyrum. Og það var
leikur einn.
Þegar manni er stungið inn, býst
maður ekki við að geta látið sér
líða svipað og maður væri að flat-
maga á baðströnd og sleikja sól-
skinið. Maður býst við erfiðleikum
og harðýðgi, hörðum kjörum. Þoli
maður ekki ástandið í fangelsunum,
þá er vissara fyrir mann að aðhaf-
ast ekki neitt sem getur komið
manni þangað.
Það má greina gort og kokhreysti
götustráksins í þessari frásögn,
Sonny Zoo var handtekinn jyrir
rán, en málskjölin greina ekki jrá
neinni ákæru um skotárás, og í
þeim stendur, að þeir haji aðeins
hajt 70 dollar upp úr krafsinu.
Skýrslur í Iðnskóla Pennsylvaniu-
fylkis í Camp Hill, þ.e. betrunar-
skólanum, skýra frá þvi, að hann
haji aðeins verið ,einangraður“ að
vissu marki“ jrá skólafélögum sín-
um um tíma, en ekki, að honum
haji verið stungið í einmennings-
klefa og hann látinn dúsa þar í tvo
mánuði samfleytt. Ástœðurnar jyr-
ir rejsingu þessari voru áflog, ó-
hlýðni við yfirboðara og tilraunir
til þess að skipuleggja samtök óald-
arflokka í betrunarskólanum.
Skýrslurnar sýna, að refsitími þessi
var aldrei lengri en 15 dagar í senn.
Þegar ég lagði af stað í skólann
í fyrsta skiptið, fór ég alls ekki í
skólann heldur skrópaði. Mamma
fylgdi mér að útidyrum skólans og
ég fór inn og í gegnum hann og út
um bakdyrnar. Og eftir 5 mínútur
var ég farinn að leika mér á stórum
ruslhaug. Ég komst aldrei í tæri við
kennara, sem hefði nokkurn áhuga
á nokkrum nemanda. Þeir voru
þarna bara til þess að vinna sínar
8 stundir og reýna að afbera það
einhvern veginn. Það var allt og
sumt.
Það, sem skipti mig mestu máli,
var óaldarflokkurinn, sem ég til-
heyrði. Hann var driffjöðrin í lífi
mínu. Fjandinn hafi það! Mér finnst,
að ég hafi alltaf tilheyrt einhverj-
um slíkum flokk, allt frá því að ég
man fyrst eftir mér. Við vorum
pínulitlir, þegar við vorum farnir
að bera stórhættulegar heimatil-
búnar byssur. Ég vissi vel, að ég
gæti orðið einhverjum að bana með
þessu ófullkomna vopni. Ég held,
að ég hafi aðeins verið um 11 ára