Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 11
9
r
NÓVEMBER
1971
Flugkappinn frægi, Charles Lindbergh, sem flang [grstur yfii
Atlantshafið, fer nú krossferð fyrir vernd náttúrunnar.
Charles Lindbergh
aftur í sviösljósið
EFTIR ALDEN WHITMAN
ÚRDRÁTTUR ÚR NEW YORK TIMES MAGAZINE
ann sat á bekk úti und-
ir beru lofti, og veðrið
á Hawaii þennan dag,
var eins og flesta aðra
daga, milt og tært.
Snyrtilegur maður,
laglegur og klæddur khaki-skyrtu
og buxum og ræddi við hóp nátt-
úruverndarmanna og fréttamanna.
Hárunum á höfði Lindberghs er
farið að fækka, og þau sem eftir
sitja, eru silfurgrá á lit og mynda
eins og skeifu kringum hvirfilinn.
Það fer ekki mikið fyrir hrukkun-
um í andliti hans, nema hvað nokkr-
ar ristur út frá augum hans, gefa
andliti hans góðlátlegan svip.
Hann talaði fremur lágt, en af
þeim mun meiri sannfæringu fyrir
málstað náttúruverndarmanna: að
stækka Haleakala þjóðgarðinn á
5000 ekrur, en Haleakala garðurinn
er á eyjunni Maui. Það sem hann
sagði, var kannski ekki sérstaklega
merkilegt, en það var aftur á móti
ræðumaður sjálfur.
Lindbergh hefur ekki skartað
mikið í fréttum fjölmiðla síðustu 25
árin, viljandi hefur hann látið lítið
á sér bera. Núna, 69 ára að aldri,
þykir honum ástæða til að brjóta
þessa reglu sína. (,,Ég hef fengið
næga auglýsingu, nægt umtal sem
dugir mér heila mannsævi og
kannski gegnum nokkur endur-
holdgunarskeið líka“). Og hann
kemur fram til að tala fyrir nýju
máli: Náttúruvernd.