Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
ir í dúk, sem mér tekst aldrei að
ljúka við. Þær vissu vel, að ég var
þar. Þær töluðu um „skrælingja-
hirðina11 í París, að þar væru gervi-
kóngar og einhver úr hópi skrílsins
gæti hrifsað kórónuna í einu vet-
fangi.
— Jæja, og hvað sagðir þú þá,
sagði Karl Johan og var enn alvar-
legri en fyrr.
— Já, ég skal svo sannarlega
segja þér, hvað ég lét þær heyra,
Jean Baptiste. Ég sagði þeim, að
það væri rétt, að hirð Napóleons
væri samsafn manna, sem hefði öðl-
azt auð og völd skyndilega. En þeir
hefðu þó skilning á að færa sér í
nyt það fyrirbrigði nútímans, sem
við köllum hreinlæti. Ég sagði þeim,
að keisarinn og fjölskylda hans bað-
aði sig á hverjum einasta degi. Ég
sagði þeim, að ég kysi heldur að
umgangast hreinlegt og skemmti-
legt fólk, sem hefði skyndilega haf-
izt til auðs og valda, heldur en
ósviknar greifynjur, sem anguðu af
svitalykt. Og ég sagði þeim, að for-
feður mínir hefðu verið konungar
í írlandi á þeim tíma sem siðlausir
víkingar herjuðu í Evrópu. Og ég
sagði þeim, að við borguðum hirð-
ina hér með okkar eigin peningum.
Og...
Hér hikaði Désirée andartak.
— Og hvað? spurði krónprinsinn.
— Og að sænski aðallinn hefði
gott af svoiítilli byltingu og ...
— Og ennþá meira? greip hann
fram í og fórnaði höndum.
— ... og ... og að ég væri farin
heim, heim til Frakklands, kjökraði
hún.
í júlí 1811, þegar hið norræna
sumar skartaði sínu fegursta, yfir-
gaf Desideria prinsessa Svíþjóð.
— Ég kem brátt aftur, sagði hún
og kyssti mann sinn og son í kveðju-
skyni...
Hún saknaði raunar manns síns
og barns, en þegar hún ók um björt
og fjörleg stræti Parísarborgar, var
eins og þungu fargi væri af henni
létt. Hér var fólkið ekki hrætt við
að hlæja, eins og í Stokkhólmi. Hér
óttuðust menn ekki gleðina. Désirée
lygndi augunum mót sólinni. Það
yrði skemmtilegt að sjá Napóleon
sem föður! Og nú var hún einmitt
á leið í heimsókn til hans.
Désirée fannst vingjarnlegt og
notalegt að sitja og ræða við Marie-
Louise keisaradrottningu úti á svöl-
unum við Tuilleriene. Hún fann til
svolítillar afbrýðissemi, þegar hún
sá Napóleon koma til beirra með
son sinn á handleggnum. Brúnt and-
lit hans lýsti af stolti og föðurkær-
leik. Hann kastaði þessum fjögurra
mánaða dreng upp í loftið, greip
hann aftur og rétti Désirée hann.
Meðan Désirée virti barnið fyrir
sér og gældi við það, sat keisarinn
beint á móti henni. Hann sagði:
—■ Eins og yðar konunglega tign
hlýtur að sjá, þá hefur Napóleon
Bonaparte nú fæðzt sonur í raun
og veru ...