Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 117
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
115
þjónar og að við erum svartir og
tölum sams konar mál og þeir. Við
erum heimagangar í skólanum
þeirra og í nágrenninu. Auðvitað
reyna unglingarnir að slá ryki í
augun á okkur, jafnvel þegar við
stöndum þá að því að nota eiturlyf.
En þetta eru enn stálpaðir krakkar
og unglingar, og þeir kæra sig ekki
um að fara í fangelsi. Þeir eru
hræddir við þá tilhugsun. Maður
verður að sýna þeim, að maður
virðir þá sem manneskju, jafnvel
þó að þeir séu eiturlyfjaneytendur.
En slíkt getur maður ekki, nema
maður þekki lífið á strætum Har-
lem.
Ronald var eiturlyfjaneytandi, en
loks leitaSi hann á náðir Endur-
hœfingarmiöstöðvar eiturlyfjaneyt-
enda í Harlem. Síðan hóf hann nám
við Harlem Prep-gagnfræðaskóla-
ann og valdi þar námsbraut, sem á
að búa hann undir háskólanám. Hér
á eftir segir frá því, hvernig hann
byrjaði að neyta eiturlyfja:
Ég var í 12 ára bekk. Það komu
nokkrir strákar í skólann og spurðu
hvort ég vissi nokkuð um mariju-
anasígarettur. Ég neitaði því. Einn
af strákunum kveikti í einni, og ég
reykti hana. í fyrstu hafði hún eng-
in áhrif á mig. En svo komu þau
eftir dálitla stund.
Ég reykti marijuanasígarettur í
þrjú ár. Eitt kvöldið var ég að fara
út með bróður mínum. Hann var
byrjaður að sjúga heroinduft í nef-
ið og spurði mig: „Langar þig til
þess að komast undir áhrif?“ Ég
svaraði: „Já, já, hvernig áhrif?“
Hann svaraði: „Heroin.“ Og ég
svaraði: ,Allt í lagi.“ Ég hugsaði
sem svo, að ég gæti svo sem alveg
eins reynt þetta, fyrst hann hafði
gert það. Við lögðum 4 dollara í
púkk og sugum upp úr heilum poka.
Ég fór inn í diskótek og settist þar.
Höfuðið hneig hvað eftir annað of-
an á bringuna. Ég var farinn að
hálfdotta. Og höfuðið á mér sagði:
„Þetta er yndislegt!“
Nú fór ég að sjúga heroin í nefið
alveg reglulega. Svo var mér sagt,
að ef ég sprautaði aðeins helmingn-
um af innihaldi pokans í æð, mundu
áhrifin endast í þrjá tíma. En áhrif-
in endast aðeins í 15 mínútur, þó að
maður sjúgi allt innihald pokans í
nefnið. Og þannig byrjaði ég að
sprauta heroininu beint í æð.
Loks tókst mér að kynnast þess-
um náunga. sem ég hafði hitt í
körfuboltaleik í skólanum. Við fór-
um að tala saman um peninga, eit-
urlyf og sitthvað fleira. Og brátt
vorum við orðnir eins og samsæris-
menn. Ég spurði hann að því.
hvernig hann ynni sér inn
peninga og hvort hann vildi
koma mér í sams konar samband.
Ég vissi að hann hafði samband við
einhvern, sem seldi eiturlyf til götu-
salanna. Hann fór svo og talaði við
þennan mann og sagði: „Heyrðu, ég
á kunningja, sem virðist vera hægt
að treysta. Hann vill gjarnan vinna
sér inn dálítið af peningum.“ Og
svo fékk ég eiturlyf hjá þessum
manni til þess að selja í smáskömmt-
um. Og eftir dálítinn tíma var salan
farin að ganga svo vel hjá mér, að
þriggja daga sala var komin upp í
700—800 dollara. Það var ekki svo
að skilja, að ég ætlaðist til þess að
fá sólina, tunglið og stjörnurnar,.