Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 25
HANN LIFÐI MARTRÖÐ í SJÖ MÁNUÐI
23
Fly hafði verið rænt. Hann var í
vafa um að hann ætti nægilega mik-
ið þrek eftir til að halda út lengur.
Tveim dögum seinna, gekk Fly
fram og aftur um klefa sinn til að
reyna að halda sér í þjálfun. „Allt
í einu,“ segir hann, „fann ég fyrir
andþrengslum — ég gat ekki andað.
Síðan fékk ég hræðilegan, stingandi
sársauka í hægri arminn og brjóstið
og ég næstum féll saman. Ég greip
í hliðina á búrinu og æpti: „Por
favor, ayúdeme (hjálpið mér,
hjálp!).“
Fly segist ekki muna hve lengi
hann beið, en loksins segist hann
muna, að til hans voru komnir tveir
þrautþjálfaðir læknar og hjúkrun-
arkona. Þeir fyrirskipuðu verkdeyf-
andi meðöl, gáfu fanganum súrefni,
tóku línurit af hjartslætti hans dag-
lega og héldu fullkomnar lækna-
skýrslur yfir heilsufar hans — „ná-
kvæm gæzla, umönnun í vírnets-
búri,“ segir Fly.
Fly skánaði hins vegar ekkert. 2.
marz var hann baðaður, hjartslátt-
urinn athugaður og blóðþrýstingur,
hann vafinn í hrein sængurföt og
settur á sjúkrabörur.
Foringi skæruliðasveitarinnar tók
í hönd Claude Fly og sagði á vondri
ensku: „Sumir okkar trúa á Krist
eins og þér gerið.“ Meðan þessu fór
fram, höfðu nokkrir hugaðir Tupa-
maros-liðar farið inn á hótel eitt í
miðborginni, þar sem læknaráð-
stefna stóð, komizt að frægum
hjartasérfræðingi, sem þar var —
og rænt honum!
„Það var bundið fyrir augu mín,
og fjórir menn báru börurnar langa
leið, þar til ég var settur inn í far-
artæki,“ segir Fly. Og það hlýtur
að hafa verið næsta ótrúlegt að sjá
stolinn sjúkrabíl æða með ofsahraða
til „British Hospital“. Innan í bíln-
um var rændur hjartasjúklingur og
rændur hjartasérfræðingur að
hlusta á óreglulegan hjartslátt sjúk-
lingsins. Nokkrum sinnum skipaði
sérfræðingurinn að bíllinn skyldi
stöðvaður á meðan Fly fleygði sér
til og frá, frávita af sársauka. Loks-
ins var mönnunum tveimur sleppt
út ú.r bílnum fyrir framan spítalann
og skæruliðarnir voru horfnir.
Læknar björguðu lífi Claude Fly.
En kannski hefði þeim ekki tekizt
það, hefðu þeir ekki haft nákvæma
sjúkdómslýsingu og heilsudagbók
frá lækni skæruliðanna til að fara
eftir. Nú er Fly að ná sér alveg.
Hann er heima hjá sér í sínu föður-
landi og lætur sig dreyma um
spennandi verkefni í framtíðinni, að
rækta upp jarðveginn í fjarlægum,
framandi löndum.
„Það er svo mikið sem þarf að
gera heiminum og svo afskaplega
lítill timi til þess,“ sagði hann.
Og hvað finnst honum núna um
martröð fangavistarinnar?
„Ég er Guði þakklátur fyrir að
svara bænum mínum,“ segir hann,
ein þessara bæna, sögð er hann stóð
andspænis dauða sínum í vírnets-
búrinu, nær enn yfir hugsun hans:
,,Ó, faðir. Þú hefur gætt þessa jörð
nægum auðæfum og gefið mannin-
um þekkingu og hæfileika til að yf-
irstíga fátækt og lækna flésta sjúk-
dóma. Komdu þessum staðreyndum
inn í huga þeirra sem stjórna þess-
ari veröld, stjórnenda allra landa.“