Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 125
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
123
sínu í Philadelphiu og sagt: „Ég
vona að ég hitti ykkur aftur. Það
gæti þó orðið við breyttar aðstæður,
sko, til dæmis ef ég gifti mig, sko,
þá mundi ég bjóða ykkur í brúð-
kaupsveizluna.'1
í Kaliforníu heyrðum við blökku-
konu eina segja: ,,Nú er komið svo
fyrir mér, að ég trúi því, að hvíta
fólkið ali með sér dulbúna grimmd,
sem gerir það að verkum, að það
mun aldrei nokkurn tíma að eilífu
vera reiðubúið til þess að viður-
kenna blökkufólk. Ég læt mér ekki
lengur um munn fara orðin í amer-
íska hollustueiðnum, og þegar ég sé
rauðu, hvítu og bláu fánalitina,
liggur mér við að gubba.“
Það var ómögulegt a,ð hlusta á
þvílík orð um gervallt land án þess
að skynja loks og skilja, að það
ginnungagap, sem aðskilur hvít fólk
og svart, er geysimikið og líklega
að aukast .Við vorum því mjög von-
svikin, þegar við snerum aftur úr
þessari tveggja ára ferð og höfðum
lokið við að skrifa ferðasögu upp
á næstum milljón orð.
En samt höfðum við einnig orðið
fyrir uppörvandi áhrifum, vegna
þess að við höfðum orðið vitni að
byltingu, svartri byltingu, sem hef-
ur kennt svörtu fólki að leita styrks
hjá sjálfu sér og sínum eigin sam-
tökum og samtakamætti til þess að
ákvarða eigin örlög, en ekki hjá
hvíta manninum.. Á æviskeiði einn-
ar kynslóðar hefur svörtu fólki
iærzt, að það getur sjálft hrint í
framkvæmd breytingu á eigin lífs-
kjörum og lífsháttum. Svo að við-
höfð séu orð Nathans Hare, hins
andlega leiðtoga hinna langvinnu
átaka við Ríkisháskólann í San
Francisco, þá „þurfum við ekki
lengur að hrópa og biðja- og sár-
bæna um réttlæti frá hendi þess
fólks, sem kúgar okkur“.
Jesse Epps, sem vann áður á veg-
um verkalýðsfélags sorphreinsunar-
manna í Memphis, minnist hinnar
síðustu þátttöku Martins Luthers
Kings í mótmælagöngu. Þar var í
mótmæla- og kröfugöngu í Memp-
his, sem farið var í, meðan stóð á
verkfalli sorphreinsunarmanna þar
í borg. Epps mælir á þessa leið: „Ég
minnist þess, að það voru skriðdrek-
ar á götunum og hermenn með
brugðna byssustingi, og svo kom
lítill maður gangandi með spjald,
sem á stóð: Ég er maðurl Þegar
maður varð vitni að slíku, öðlaðist
maður svolitla von að nýju, hvernig
sem ástatt var fyrir manni.“
Því var eins farið með okkur og
flesta aðra hvíta Bandaríkjamenn.
Við höfðum aldrei álitið okkur vera
fylgjendur kynþáttamisréttis. Ekki
slepptum við lausum hundum á
neina í Birmingham, og ekki köst-
uðum við grjóti í Martin Luther
King í Chicago. En í spegli þeim,
sem blökkufólkið rétti okkur, svo
að við gætum skoðað sjálf okkur vel
og vandlega, sáum við okkur af-
klædd öllum þessum þægilegu
blekkingum. Við höfum þolað og
afborið hina „dulbúnu grimmd“
hvíta fólksins gagnvart blökkufólk-
inu. Og vorum við þá ekki andlega
skyld honum Pasquale litla, sem sat
rólegur heima og borðaði kvöldmat-
inn sinn án þess að gera sér grein
fyrir því, hversu djúpt hann hafði
sært Bayard Rustin með því að