Úrval - 01.11.1971, Side 125

Úrval - 01.11.1971, Side 125
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU 123 sínu í Philadelphiu og sagt: „Ég vona að ég hitti ykkur aftur. Það gæti þó orðið við breyttar aðstæður, sko, til dæmis ef ég gifti mig, sko, þá mundi ég bjóða ykkur í brúð- kaupsveizluna.'1 í Kaliforníu heyrðum við blökku- konu eina segja: ,,Nú er komið svo fyrir mér, að ég trúi því, að hvíta fólkið ali með sér dulbúna grimmd, sem gerir það að verkum, að það mun aldrei nokkurn tíma að eilífu vera reiðubúið til þess að viður- kenna blökkufólk. Ég læt mér ekki lengur um munn fara orðin í amer- íska hollustueiðnum, og þegar ég sé rauðu, hvítu og bláu fánalitina, liggur mér við að gubba.“ Það var ómögulegt a,ð hlusta á þvílík orð um gervallt land án þess að skynja loks og skilja, að það ginnungagap, sem aðskilur hvít fólk og svart, er geysimikið og líklega að aukast .Við vorum því mjög von- svikin, þegar við snerum aftur úr þessari tveggja ára ferð og höfðum lokið við að skrifa ferðasögu upp á næstum milljón orð. En samt höfðum við einnig orðið fyrir uppörvandi áhrifum, vegna þess að við höfðum orðið vitni að byltingu, svartri byltingu, sem hef- ur kennt svörtu fólki að leita styrks hjá sjálfu sér og sínum eigin sam- tökum og samtakamætti til þess að ákvarða eigin örlög, en ekki hjá hvíta manninum.. Á æviskeiði einn- ar kynslóðar hefur svörtu fólki iærzt, að það getur sjálft hrint í framkvæmd breytingu á eigin lífs- kjörum og lífsháttum. Svo að við- höfð séu orð Nathans Hare, hins andlega leiðtoga hinna langvinnu átaka við Ríkisháskólann í San Francisco, þá „þurfum við ekki lengur að hrópa og biðja- og sár- bæna um réttlæti frá hendi þess fólks, sem kúgar okkur“. Jesse Epps, sem vann áður á veg- um verkalýðsfélags sorphreinsunar- manna í Memphis, minnist hinnar síðustu þátttöku Martins Luthers Kings í mótmælagöngu. Þar var í mótmæla- og kröfugöngu í Memp- his, sem farið var í, meðan stóð á verkfalli sorphreinsunarmanna þar í borg. Epps mælir á þessa leið: „Ég minnist þess, að það voru skriðdrek- ar á götunum og hermenn með brugðna byssustingi, og svo kom lítill maður gangandi með spjald, sem á stóð: Ég er maðurl Þegar maður varð vitni að slíku, öðlaðist maður svolitla von að nýju, hvernig sem ástatt var fyrir manni.“ Því var eins farið með okkur og flesta aðra hvíta Bandaríkjamenn. Við höfðum aldrei álitið okkur vera fylgjendur kynþáttamisréttis. Ekki slepptum við lausum hundum á neina í Birmingham, og ekki köst- uðum við grjóti í Martin Luther King í Chicago. En í spegli þeim, sem blökkufólkið rétti okkur, svo að við gætum skoðað sjálf okkur vel og vandlega, sáum við okkur af- klædd öllum þessum þægilegu blekkingum. Við höfum þolað og afborið hina „dulbúnu grimmd“ hvíta fólksins gagnvart blökkufólk- inu. Og vorum við þá ekki andlega skyld honum Pasquale litla, sem sat rólegur heima og borðaði kvöldmat- inn sinn án þess að gera sér grein fyrir því, hversu djúpt hann hafði sært Bayard Rustin með því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.