Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 27
HINN MIKLI HÖFÐINGI KONGÓ
25
sennilega 500.000 menn lífið. Þegar
Belgar drógu sig út úr landinu gerði
Kongóher uppreisn, og fjöldi her-
mannanna lagðist út, gerðist hrein-
ir afbrotamenn, sem réðu lögum í
iandinu og nauðguðu hvítum kon-
um hundruðum saman. Ættahatur
sem ekkert hafði borið á í nýlendu-
stríðinu blossaði nú upp aftur eftir
ára hlé. Rússar og Kínverjar studdu
uppreisnarmennina í þeim tilgangi
að koma á fót kommúnistískri rík-
isstjórn. Árum saman var Kongó,
það þjakaða land á forsíðum dag-
blaðanna um allan heim. Herstyrk-
ur frá Sameinuðu þjóðunum (sem
taldi 20.000 hermenn á hápunkti
stríðsins) var sendur tii Kongó 1960
til að koma aftur á reglu í landinu.
Sþ. herstyrkurinn var í landinu í
fjögur ár og munaði ekki miklu að
vera hermannanna þar eyðilagði
þessi alþjóðasamtök. Meðan Sþ. her-
flokkunum tókst að berja niður að-
skilnaðartilraunina í Katanga-hér-
aði þar sem hin miklu kobarauðævi
eru, hélt uppreisnin áfram með
miklum krafti í hinum héruðunum.
Kongó, sem var mjög illa búin
undir sjálfstæði, stefndi beint á vit
algerrar eyðileggingar. Verksmiðj-
um var lokað, plantekrur sem vevið
höfðu í eigu hvítra manna, uxu úr
sér og breyttust í engi vaxin ill-
gresi. Vegum var ekki baldið við, og
sumir staðir hreint og beint hurfu.
Utflutningur landbúnaðarvara
minnkaði niður í einn þriðja af því
sem hann hafði verið fyrir sjálf-
stæðið. Spítalar voru eigi ófáir án
lækna, án meðala. Símar, vatns- og
rafveitukerfi voru þegar bezt lét
óáreiðanleg. Urgangshaugar mynd-
uðust í öllum bæjum.
í landinu voru 50 stjórnmála-
flokkar, sem allir áttu sér mjög tak-
markaðan, en ákveðinn fylgjenda-
hóp. Innbyrðis deilur lömuðu öll
störf ríkisstjórnarinnar og gerðu
sjálfstæðið að fáránlegum leik. Oft
urðu kennarar eða embættismenn
ríkisins að bíða mánuðum saman
eftir laununum sínum. Peningarnir
lentu í vösum gráðugra yfirmanna.
Verðbólgan varð þess valdandi að
verðlag í landinu sexfaldaðist og
peningar urðu svo að segja verð-
lausir. Afleiðingin af þessu öllu varð
sú, að Kongómenn spurðu sjálfa sig:
„Hvenær hættir þetta sjálfstæði?“
INN í TÓMARÚMIÐ
Margir þeir sem þekktu til mála,
héldu því fram, að Kongó gæti eng-
inn stjórnað og væri um alla fram-
tíð dæmt til að vera frumstætt sam-
félag skógarmanna. Kannski hefði
svo líka farið, hefði ekki komið til
einn merkilegasti persónuleiki sem
Afríka hefur fóstrað: Joseph Désiré
Mobutu.
Mobutu er úr héraði við Miðbaug,
þar sem land allt er þakið næstum
ófærum regnskógi. Faðir hans, sem
var matreiðslumaður Belga eins,
lézt þegar Mobutu var enn á barns-
aldri. Hann gekk í kaþólska trú-
boðsskóla, og er æ síðan einlægur
kaþólikki. Hann var svo rekinn úr
miðskóla fyrir að hafa vanrækt
guðsþjónustu án leyfis. Hann var
skoðaður sem óbetranlegur upp-
reisnarmaður og var síðar látinn
ganga í nýlenduherinn.
Gáfur Mobutu vöktu eftirtekt,
belgískra herforingja, og þeir létu