Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 40

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL Það er eitthvað yfirnáttúrlegt við það, hvernig hann birtist allt í einu. Það er líka eitthvað yfirnáttúrlegt við mikilfengleik hans. Yfirborð vatnsins er langt, langt fyrir ofan, og þessi mikla dýpt, gerir sitt til að auka á dularmagn þessa andartaks. Vofulegar hreyfingar hans minna helzt á ballett. Enginn hreyfing hans er ógnandi, ekkert frekjulegt, grimmdarlegt — samt flytur hann með sér ótta. Dráp er ævinlega til- gangur hans, og líkami hans er lag- aður til að drepa aðrar lífverur, og þessi ísblái litur, þessi draugalegi ljómi sem af honum stendur, og stór, ofsakröftugur sporðurinn. Eitt hundrað og tíu fet beint nið- ur í tært dýpi Indverska flóans, og þá birtist þar stór hákarl og hann nálgast lífverur frá upphafi vega, gegnum árþúsundin, ævinlega á þann sama, hreinskilnislega hátt. Hann er raunverulega öðrum dýr- um meiri. Hann er næstum sjö feta langur, og ég veit, þar sem ég hef svo oft séð svona skepnu áður, að kjálkar hans eru settir sjöföldum tannaröðum, og sérhver tannanna er flugbeitt eins og rakvélarblað. Hann getur synt með ríflega 30 hnúta hraða, en hann fer sér hægt núna, lónar kringum mig, þegar ég reyni að mjaka mér upp á við — burt af þessu dýpi. Ég veit að hring- ir hans kringum mig verða smátt og smátt þrengri, og ég veit lika, að bótt mér muni kannski takast að hrinda fyrstu árás hans, þegar þar að kemur, bá dregur það ekki úr bonum kjarkinn. Árásir hans munu verða margar, og hann mun ráðast á mig oftar og oftar, tíðar og tíðar, og loks brýtur hann vörn mína á bak aftur og tennur hans munu sökkva inn í hold mitt. Eins og þeir hafi fengið radíóskilaboð munu aðrir hákarlar úr úthafinu birtast skyndilega og þá breytist tónfall leiksins, og við tekur trylltur, brjálæðislegur og blóðugur leikur með líkama minn. Þannig skemmta þeir sér, hákarlar þessa úthafs með bráðir sínar. Ég klifra aftur upp í könnunar- bátinn okkar, eftir að hafa litið í síðasta sinn á þennan silfurskugga, þessi stóru, starandi augu, og ég bölva ræfildómi mínum, þótt ég sé um leið þakklátur fyrir að hafa orð- ið svona hræddur. Ég lít á hina, fé- laga mína við þessa köfun, og þeir líta á mig og skilja: Það er hákarl fyrir neðan okkur. DRÁPSVÉLIN Manninum hefur tekizt að útrýma af yfirborði jarðar meirihluta allra dýra og jafnvel líka skordýra, sem gætu bakað lífi hans sjálfs hættu. Hákarlinn barf ekki að óttast þess háttar útreið. Allar tegundir há- karla eru fullkomlega gerðar fyrir sitt líf, og hinn mikli fjöldi hákarla í heiminum gerir útrýmingu þeirra mjög svo erfiða, ef þá ekki ómögu- lega. Þetta þýðir, að hákarlinn, eitt hættulegasta rándýrið, lifir enn al- gerlega laus undan oki eða stjórn mannsins. Ævinlega þegar maður fer í leið- angur á hafinu eða undir yfirborði þess — í íshafinu á miklu dýpi, jafnvel í minni stórfljótanna — þá er mögulegt að flana í kjaftinn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.